Til að byrja með hrygna þeir en eru ekki gotfiskar. á samt að vera auðvelt að fjölga þeim, þeir leggja allt að 300 egg í einu en stundum dreifist það á nokkura vikna tímabil.
Eggin klekjast út eftir 3-6 sólahringa og seiðin verða frísyndandi einum degi eftir það.
Kallarnir eiga að vera aðeins litmeiri og mjórri.
Annars þekki ég þetta ekki af reynslu, bara eitthvað sem ég hef lesið mér til um.
Ég er nú bara að spá í hvort vanti ekki fleiri spurningarmerki ??????????????????????????????????? Fékk næstum því áfall hélt að það væri kominn svona fiskaflensa eins og fugglaflennsann
Kerlan verður áberandi belgmikil þegar kemur að hrygningu.
Venusarfiskur er mjög einfaldur í ræktun. Þú setur bara nokkrar belgmiklar kerlur og 1-2 karla í búr með grófri möl eða neti í botninum, þegar kerlurnar eru búnar að hrygna tekur þú fiskana og eftir nokkra daga ættu seiðin að fara að synda um.
Ég sé að orðið hrogn á ekkert sérstaklega upp á pallborðið á spjallinu. Orðaforðinn er orðinn svo enskuskotinn að hrognin heita nú egg. Þetta sá ég fyrst á þessum þráðum.
Eru þessi egg góð bæði soðin og spæld?
Má ekki ganga aðeins lengra og segja, hvernig fæ ég fiskana mína til að eggna?