Hjálp hef margar spurningar um bardagafiska og gullfiska

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Evit
Posts: 76
Joined: 18 Nov 2007, 00:52
Location: Rvk

Hjálp hef margar spurningar um bardagafiska og gullfiska

Post by Evit »

Hvað á ég að gefa bardagafisk að borða? getur einhver hér frætt mig að eins um þá? hita stig ? matur ? og hann liggur bara á botninum nánast hreifingarlaus og var að kaupa hann i dag .Hann er i 60 litra búri með 250 w dælu ég gaf honum bara gullfiska mat með gullfiskunum . Ég er með 15 gullfiska og einn bardagafisk og kann ekkert á hann plis getur einhver frætt mig betur um fiska ??????????????????því að fiskar eru mitt aðal hobby
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

15 stk af gullfiskum í 60 L búri? =/ er það ekki aaðeins of margir? Getur ekki bara verið það sem er að hrjá bardagagæjann? hann höndlar ekki úrgangsefnin frá öllum þessum fiskum? (gullfiskar hafa hærra þol náttúrulega og þola allan fjanda)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hmm... þetta er ekkert óeðlilegt með bardagafisk sérstaklega ef þú varst bara að fá hann í dag.
Þeir éta hefðbundinn fiskamat en eru sérstaklega fyrir kraftmeira fóður eins og tubifex orma, blóðorma osf.
Æskilegt hitastig er ca 24°
Dælan dælir sennilega 250 lítrum á klst en er vonandi ekki 250 w.
Gullfiskar og bardagafiskur eiga ekkert sérlega vel saman.
Vonandi ertu ekki með 15 gullfiska í 60 lítra búri. :?
Evit
Posts: 76
Joined: 18 Nov 2007, 00:52
Location: Rvk

huu hmm jubb

Post by Evit »

Þeirr eru allir saman i sama búri þegar ég fór í dýrarikið í dag og talaði við strákin þá sagði hann að það væri okey að hafa hann með gullfiskum og verð ég að losa mig við einhvað af fiskunum og bitur bardagafiskur mig?
Evit
Posts: 76
Joined: 18 Nov 2007, 00:52
Location: Rvk

????

Post by Evit »

hvað má hafa marga gullfiska í 60 litrabúri
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég var með 50 til 100 Fangasíkliður í 54 lítra búri. Það er að segja hængur og hrygna og restin seiði (innan við 5mm).
Ég held að þú verðir að gefa upp stærðina á fiskunum líka. Það er ekkert mál að hafa 100 gullfiska í svona búri ef það eru seiði. En varðandi fullvaxna fiska, þá las ég einhvers staðar að einn fiskur á 50 til 100 lítra væri góð regla. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Re: huu hmm jubb

Post by Ásta »

Evit wrote:bitur bardagafiskur mig?
Bardagafiskurinn mun klárlega ekki bíta þig :lol:
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Fjöldi fiska fer að sjálfsögðu eftir stærð þeirra, svo það
væri gott að fá að vita hana til að svara þér.
Post Reply