Vargsbók
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Bætti við um daginn eins og komið hefur fram annarstaðar hér á spjallinu tveimum black ghost hnífafiskum og fjórum Ctenolucius hujeta (gar), fékk mér einnig þá fjóra Synodontis petricola, þessir eru reyndar bara smá kríli , ca 3 cm og kærkominn viðbót við þennan eina petricola sem ég átti fyrir. Petricola er uppáhalds Afríski kattfiskurinn minn og er frekar vandfundinn vegna þess hve erfitt er að fjölga þeim í búrum. Þessir sem ég náði mér í eiga að vera villtveiddir úr Tanganyika vatni og koma frá Zaire.
Bætti svo við áðan þremum Pseudotropheus socolofi til að fá aðeins fjölbreytni í litina á Malawi sikliðunum, socolofi er cobalt blár með svarta ugga.
Bætti svo við áðan þremum Pseudotropheus socolofi til að fá aðeins fjölbreytni í litina á Malawi sikliðunum, socolofi er cobalt blár með svarta ugga.
Nýar myndir af 240 lítra búrunum efti gróðurgrisjun, ég stytti risa Valisneriuna talsvert þar sem hún var komminn um allt yfirborðið og farinn að takmarka ljósið niður í búrin verulega. Ég held að sumar plönturnar séu eða hafi verið allt að 1.5 m að lengd og þær dreyfa sér hratt um búrið og vaxa gríðarlega, mér sýnist að plantan geti vaxið um nokkra cm á dag.




Vinna, vinna, vinna. Nú er Vargurinn farinn að vinna fulla vinnu í
fiskabur.is og ekki hægt að neita því að það dregur aðeins úr áhuganum að gera eittvað hér heima, eftir heilan vinnudag af sulli og fiskastússi þá nennir maður ekkert sérstaklega að draga fram slöngur og fara að sulla heima.
Á móti kemur að ég hef mjög gaman af sullinu í vinnunni en 17 fiskabúr á heimilinu virðast skyndilega mikið.
Ég býst við að ég bæti ekki miklu af fiskum við á næstunni en þó á ég ekki von á neinni fækkun, maður tímir ekkert að láta frá sér.
fiskabur.is og ekki hægt að neita því að það dregur aðeins úr áhuganum að gera eittvað hér heima, eftir heilan vinnudag af sulli og fiskastússi þá nennir maður ekkert sérstaklega að draga fram slöngur og fara að sulla heima.
Á móti kemur að ég hef mjög gaman af sullinu í vinnunni en 17 fiskabúr á heimilinu virðast skyndilega mikið.
Ég býst við að ég bæti ekki miklu af fiskum við á næstunni en þó á ég ekki von á neinni fækkun, maður tímir ekkert að láta frá sér.

-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Vanskipti í kompu og eldhúsbúrum í dag, allt í fínum ballans.
Ég var með 17 demasoni fyrir ca 6 mánuðum, þeir hafa alltaf verið að pikka einn og einn út og nú er svo komið að bara eru tveir eftir.
Ég held ég gefist upp á demasoni ræktuninni í bili, sorglegt þar sem þetta er ein af mínum uppáhalds Malawi sikliðum.
Ég var með 17 demasoni fyrir ca 6 mánuðum, þeir hafa alltaf verið að pikka einn og einn út og nú er svo komið að bara eru tveir eftir.

Ég held ég gefist upp á demasoni ræktuninni í bili, sorglegt þar sem þetta er ein af mínum uppáhalds Malawi sikliðum.
Skrítið með Demansoni hjá þér hjá mér er allt að fyllast á náttúrulegan máta held ég sé komin með 4-5 got af seiðum og búrið orðið yfirfullt þarf líklega að fara að koma mér í að tæma steinanna úr búrinu til að geta veitt uppúr og selt ætli þetta fari ekki að slá uppí 50 stk í búrinu hjá mér og það er ekki hægt að segja að ég sé að gera of mikið til að skylirðin séu sem best helli lúku af kötlu salti í búrið í öðrum til þriðju vatnsskiftum sem fara fram á ca 10 daga fresti og þá ca 30-40 % af vatninu og dælan þrifin mánaðarlega hef ekki einu sinni tékkað á ph gildi eða öðru seinustu sex mánuðina, skrítið hvernig sumum gengur með einhverjar tegundir en ekki aðrar
Lífið er ekki bara salltfiskur
Ekki góðar fréttir það.Vargur wrote:Senegalus (25 cm) tók upp á því að hoppa upp úr og endaði líf sitt á gólfinu. Ég færði hann í gær til að rýma fyrir hinum Polyunum og þar sem hann hefur hoppað upp úr áður fylgdist ég með honum á eftir en hann virtist alsáttur. Hann hefur svo tekið stökkið þegar ég hætti að fylgjast með.
Átti mynd af kjéppz?
r.i.p.
Ég var arfleiddur af gullfisk um daginn sem reyndist svo vera Koi, reyndar að mér sýnist svokallaður Koi ghost.
Ég hef alltaf verið hrifinn af Koi fiskum og einhvern daginn á maður eftir að setja upp tjörn.
Ég ákvað að henda Koi fisknum í 500 l búrið með Ameríkun sikliðunum og sjá hvernig hann myndi standa sig. Í fyrstu var hann böggaður aðeins en þar sem þetta eru nokkuð hraðsyndir og rennilegir fiskar áttaði hann sig fljótt á búrfélögunum og hefur vit á að forðast þá.
Í dag er hann bara einn af strákunum í búrinu og sómir sér vel, nartar reyndar aðeins í gróðurinn en er ekki fyrir neinum og böggar eingann, það getur bara vel hugsast að ég fái mér fleiri koi.

Ég hef alltaf verið hrifinn af Koi fiskum og einhvern daginn á maður eftir að setja upp tjörn.
Ég ákvað að henda Koi fisknum í 500 l búrið með Ameríkun sikliðunum og sjá hvernig hann myndi standa sig. Í fyrstu var hann böggaður aðeins en þar sem þetta eru nokkuð hraðsyndir og rennilegir fiskar áttaði hann sig fljótt á búrfélögunum og hefur vit á að forðast þá.
Í dag er hann bara einn af strákunum í búrinu og sómir sér vel, nartar reyndar aðeins í gróðurinn en er ekki fyrir neinum og böggar eingann, það getur bara vel hugsast að ég fái mér fleiri koi.
