Kompan mín er ekki nema 1.5 m2 en þó eru þar 900 lítrar af vatni.
Breiddin á kompunni er 90 cm og á veggjunum báðum megin eru alls 7 búr sem eru 60-200 lítar og eru tvö þeirra tvískipt.



Plássið er ekki nóg til að taka heildarmynd nema standa frammi á gangi.


60 l guppy búr og dolla fyrir humra.

200 lítra tvískipt sverðdragarabúr.

130 l uppeldisbúr, er með 2 svona.

180 lítra tvískipt búr

130 lítar Monster búrið, maður verður að vera með monsterbúr eins og Andri, sama tegund og allt.
