Þessi maður vildi skipta út fiskunum sínum, reyndi að auglýsa þá en ekkert gekk.
Í stað þess að fara með þá í búð og fá inneign og ekki vita í hvaða höndum fiskarnir lenda þá ákvað hann að... borða þá.
Þetta er Red Devil síklíðupar / Amphilophus labiatus og voru víst mjög gómsætar.
Myndirnar kunna kannski að vekja upp einhverjar neikvæðar tilfinningar, þetta var amk mjög umdeilt mál á þessum þræði.
Persónulega myndi ég ekki borða mína eigin fiska, þó svo að nokkrir fiskar sem ég á eru mikilvægir/vinsælir matfiskar erlendis.
Frekar myndi ég t.d. láta stoppa upp Pangasiusinn þegar hann væri kominn í góða stærð frekar en að grilla hann

Aftur á móti finnst mér ekki vera hægt að líkja þessu við að borða köttinn eða hundinn sinn eða álíka gæludýr en það voru vinsæl rök fyrir því hvað þetta væri rangt.
En ég vil endilega heyra ykkar skoðun á þessu máli.











