Ég skola að innan og strýk yfir með hendinni ef það er mjög drullugt og skola svo aftur. Svampana skola ég undir rennandi vatni og það er misjafnt hvað ég skipti oft um fína svampinn, ca. 3-4 mánaða fresti. Annars fer það bara eftir ásigkomulaginu, ef hann er farinn að losna hendi ég honum.
Ég skola yfirleitt einn svamp lauslega í fiskabúravatni til að viðhalda flórunni en þríf svo restina mjög vel með kranavatni.
Ég þríf tunnudælurnar (Rena Xp3) hjá mér yfirleitt á 2-4 mánaða fresti.
neah ég veit ekki, ekki svo mikið að gerast í því...fékk mér samt gúrama í dag, 1 kk og 1 kvk, þau eru búin að koma sér fyrir í miðri plöntuflækjunni og virðast nokkuð hraust bara Er að verða nokkuð sátt við búrið, nú þegar plegginn og gúramarnir bættust við