Skrifaði þessa grein fyrir rósabarba en þetta eru svona gullnu atriðin þegar kemur að því að fjölga þessum börbum. Bara muna að athuga breytingu á hitastigi og pH.
Byrjaðu á því að fóðra fiskana vel með protein ríku fóðri. Þegar parið þitt er orðið feitt og pattaralegt er bara um að gera að skella þeim í annað búr. Yfirleitt þegar ég hef verið að fjölga börbum þá hefur mér gefist best að vera með aukabúr, 50-80l búr hentar vel betra að það sé ekki of stórt.
Þú skalt hafa vatnið um 20 -22°c (það er kjörhitastigið) og pH um 7 og hafa það u.þ.b 3/4 fullt af vatni passaðu að nota vatn úr stóra búrinu í hrygningarbúrið ásamt ferskuvatni. Innréttaðu búrið með því að hafa enga möl og hafðu gróður (java-mosa) í miðjubúrsins þeir hrygna yfirleitt yfir gróðurinn þar sem að rósabarbar eru svokallaðir dreifarar (það þýðir að þeir hrygna ekki á einustað heldur dreifa hrognunum). Skelltu svo parinu út í og leyfðu þeim að vera í nokkra klst. Bættu svo við ferksu vatni fyrir nóttina (þ.e ekki úr búrinu heldur úr krananum bara passa hitastigið ) og leyfðu þeim að vera þarna yfir nótt. Veiddu þá svo upp úr daginn eftir og innan nokkura daga ættiru að fara að taka eftir litlum seiðum á glerinu. Ekki gefast strax upp ef þú sérð ekkert fyrr en eftir viku fylgstu bara með því og skoðaðu.
Þú skalt ekki vera með filterdælu í búrinu því þá er hætta á ungviðin sogist inn í dæluna heldur skaltu frekar hafa bara loftdælu það er alveg nóg. Fyrst um sinn nærast seiðin á kviðpoka næringu og þarf ekki að fóðra þau, en þegar þau fara að synda um og stálpast er best að gefa þeim ungafóður sem fæst í dýrabúðum (þetta er fínmulið duft). Þegar þeir verða ennþá stærri er mjög gott að gefa þeim artemíu lifandi eða frosna. Passaðu þig bara að gefa ekki of mikið því vatnið er fljótt að eitrast. Svo er bara að vera duglegur að skipta um vatn og gefa. Þá ætti þetta nú að ganga hjá þér.
Fjölgun á börbum
Moderators: Vargur, Andri Pogo