Jæja verður maður ekki að sýna athvarfið eins og Keli og forsetinn.
Kompan mín er ekki nema 1.5 m2 en þó eru þar 900 lítrar af vatni.
Breiddin á kompunni er 90 cm og á veggjunum báðum megin eru alls 7 búr sem eru 60-200 lítar og eru tvö þeirra tvískipt.
Plássið er ekki nóg til að taka heildarmynd nema standa frammi á gangi.
60 l guppy búr og dolla fyrir humra.
200 lítra tvískipt sverðdragarabúr.
130 l uppeldisbúr, er með 2 svona.
180 lítra tvískipt búr
130 lítar Monster búrið, maður verður að vera með monsterbúr eins og Andri, sama tegund og allt. Reyndar tómt núna. Ég er með tvö svona búr.
Vargskompa
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Þetta eru bæði uppeldis og ræktunarbúr, reyndar eru öll búrin hálftóm því ég hef ekkert sinnt þessu undanfarið en ætla að fara að setja skurk í ræktina núna.
Það er ein loftdæla sem dælir í öll búrin, Rena 400 og hún dugar fínt í það.
Svo eru dælur í öllum búrum, aðallega Eheim Aquaball en það eru að mínu mati langbestu litlu dælurnar.
Það er ein loftdæla sem dælir í öll búrin, Rena 400 og hún dugar fínt í það.
Svo eru dælur í öllum búrum, aðallega Eheim Aquaball en það eru að mínu mati langbestu litlu dælurnar.
Ágætis nýting að koma 900 lítrum fyrir... Ég er bara með um 360 lítra í rekkanum mínum
Drífa svo í að fylla þessi búr, setja einhverja sniðuga ræktun og uppeldi í gang.
Ég kann líka einmitt mjög vel við aquaball.. Þær eru bara aðeins í dýrari kantinum... Er dýraríkið ekki eina búðin sem selur þær?
Drífa svo í að fylla þessi búr, setja einhverja sniðuga ræktun og uppeldi í gang.
Ég kann líka einmitt mjög vel við aquaball.. Þær eru bara aðeins í dýrari kantinum... Er dýraríkið ekki eina búðin sem selur þær?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Já ég þarf að fara að fylla þetta, þetta gengur ekki, í sumarbyrjun voru öll búr stútfull en svo hef ég ekkert hirt nein seiði síðan þá.
Aquaball held ég að fáist bara í Dýraríkinu en gætu líka leynst í Dýragarðinum, Þetta eru snilldardælur, hægt að snúa hausnum á alla kanta og stilla kraftinn, svamparnir stíflast líka ekki við inntakið eins og á mörgum öðrum dælum og engin hætta er á að seiði sogist inn í dæluna.
Aquaball held ég að fáist bara í Dýraríkinu en gætu líka leynst í Dýragarðinum, Þetta eru snilldardælur, hægt að snúa hausnum á alla kanta og stilla kraftinn, svamparnir stíflast líka ekki við inntakið eins og á mörgum öðrum dælum og engin hætta er á að seiði sogist inn í dæluna.