Búrið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Búrið

Post by Sirius Black »

Jæja setti upp búrið í gærkvöldi/í dag, og gekk það ágætlega svona eftir að sandavandræði voru komin á hreint og svoleiðis :P . Svo náttúrulega sá ég það út þegar ég var búin að fylla það í gær að kommóðan sem ég var með undir var búin að svigna heldur mikið. Þannig að ég tæmdi búrið næstum því og lét það vera svoleiðis í nótt :P
Í dag fór ég svo og keypti smá spýtu undir búrið , sem er kannski eitthvað að virka, er ekki alveg viss. Held að hún svigni samt smá líka.
En jæja tók tvær myndir af því í gær og ákvað að skella hingað inn :)

Image
Hérna er ég búin að setja sand/möl í búrið og styttu :)

Image
Hérna er það svo tilbúið :) tók þessa í gær áður en ég tæmdi það aftur hehe :P Veggurinn á bakvið kom samt eitthvað skringilega út :P
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skemmtilegt að sjá hvað þú kemur miklu vatni í fötuna þína :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

keli wrote:Skemmtilegt að sjá hvað þú kemur miklu vatni í fötuna þína :)
Hvað meinaru :roll:
Jóa Rut
Posts: 71
Joined: 10 Apr 2007, 21:43

Post by Jóa Rut »

frábært að það sé komið upp :D
gangi þér sem allra best með búrið í framtíðinni ;)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jóa Rut wrote:frábært að það sé komið upp :D
gangi þér sem allra best með búrið í framtíðinni ;)
Takk :) já vonandi mun þetta ganga vel :) En annars getur maður alltaf fengið hjálp hérna :P veit ekki hvað ég myndi gera án allra þessara spjalla um allt netið :P
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvenær koma fiskarnir og hvaða fiska ertu að hugsa um í búrið ?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Er ekki að þora að setja fiska í það í dag enda bara nýkomið vatn í það en ætli ég fari ekki á morgun að kaupa einhverja harðgera fiska til að starta búrinu :-)
Langar rosalega í tígrisbarba, en hef heyrt að hann gangi ekki með litlum tetrum eins og neon tetrum og svoleiðis. Annars var ég að spá í svona neontetrum og svoleiðis. Er ekki alveg viss ennþá hvaða fiska ég ætla að hafa, en mest bara svona tetrur og einhverja barba kannski ef að þeir tveir flokkar passa saman í búr :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Tígrisbarbar geta verið leiðindaböggaraar nema þeir séu margir í hóp.
Aðrir friðsamir barbar og tetrur eru fínir í þetta búr. Nokkrir gotfiskar jafnvel líka.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sirius Black wrote:
keli wrote:Skemmtilegt að sjá hvað þú kemur miklu vatni í fötuna þína :)
Hvað meinaru :roll:

Nei bara, maður sér á röndunum hvað þú setur mikið í búrið í hvert skipti.. Fannst það fyndið :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

keli wrote:
Sirius Black wrote:
keli wrote:Skemmtilegt að sjá hvað þú kemur miklu vatni í fötuna þína :)
Hvað meinaru :roll:

Nei bara, maður sér á röndunum hvað þú setur mikið í búrið í hvert skipti.. Fannst það fyndið :)
Hehe já, var ekki að skilja hvað þú meintir hehe :P En já leiðinlegar línur sem komu þarna :P En keypti svona segul til að þrífa glerið og búrið lítur mikið betur út núna :P


En annars annað. Ég keypti bakgrunn í búrið og var að spá hvernig heppilegast væri að setja hann á? líma hann eða eitthvað álíka.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

bara klippa hann til og koma honum vel á og teipa meðfram.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Andri Pogo wrote:bara klippa hann til og koma honum vel á og teipa meðfram.
Já ok :) takk . Var nefnilega ekki viss hvort að þið fiskafólk gerðuð það bara svoleiðis eða væruð með einhverjar sérstakar festingar eða eitthvað hehe :P

En annars var ég að spá svona með hvaða fiska maður ætti að hafa. Þá rakst ég á tegundina Golden barb. Fannst hann svolítið flottur, og er hann harðger og góður byrjendafiskur víst. Var að spá hvort að þessi fiskur fengist einhversstaðar. Held nefnilega að ég hafi aldrei séð hann :roll: reyndar ekki leitað neitt sérstaklega að honum neitt hehe :P
En hér er mynd af honum
Image
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja hætti við Golden barb :P fékk upplýsingar frá búðinni um að þeir væru ekki góðir með litlum fiskum.

En fór bara og keypti 3 gúbbí fiska (kk) rosalega litfagrir :) og svo fékk ég mér einn ryksugufisk, bara svona venjulegan :oops: er ekki viss hvað hann heitir hehe :P
Kem með myndir þegar þeir eru komnir ofan í :P
Jóa Rut
Posts: 71
Joined: 10 Apr 2007, 21:43

Post by Jóa Rut »

ég myndi ekki setja fiskana í búrið fyrr en það er á minstakosti komin vika.
ég prufaði eftir tvo daga og þeir drápust næstum allir nema 5 og ég var með 18 stróra gullfiska :shock:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jóa Rut wrote:ég myndi ekki setja fiskana í búrið fyrr en það er á minstakosti komin vika.
ég prufaði eftir tvo daga og þeir drápust næstum allir nema 5 og ég var með 18 stróra gullfiska :shock:
Heldur þú virkilega að þetta hafi verið ástæðan, það er alveg eins hægt að segja að það hafi verið fullt tungl. :roll:
Það er feikinóg að bíða í sólarhring, aðalmálið er að hitastigið sé rétt og allur búnaður virki rétt.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vargur wrote:
Jóa Rut wrote:ég myndi ekki setja fiskana í búrið fyrr en það er á minstakosti komin vika.
ég prufaði eftir tvo daga og þeir drápust næstum allir nema 5 og ég var með 18 stróra gullfiska :shock:
Heldur þú virkilega að þetta hafi verið ástæðan, það er alveg eins hægt að segja að það hafi verið fullt tungl. :roll:
Það er feikinóg að bíða í sólarhring, aðalmálið er að hitastigið sé rétt og allur búnaður virki rétt.
Já mér var einmitt sagt það í fiskó að það þyrfti bara að vera sólarhringur :) er búin að vera með dæluna og hitarann í gangi í sólarhring og meira en það meiri segja þannig að þetta hlítur að vera í lagi.
En annars eitt ég fékk með búrinu eitthvað svona easy balance dót frá Tetra Aqua og var að spá hvort að ég ætti að setja það útí, hefur eitthvað að segja með bakteríuflóruna og minnkar nítrat :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja búin að breyta búrinu aðeins :) setti á það bakgrunnn sem lítur svona út eins og steinahleðsla, ætlaði að hafa bakgrunninn sem er á bakvið (er svona 2 in 1) en fannst hann eitthvað svo litríkur þannig að ég ákvað að hafa steinana :P

Einnig setti ég tvo blómapotta ofan í, átti að vera svona smá staður fyrir fiskana en þeir hafa ekki farið þangað inn hehe :P :roll: , veit samt ekki hvort að ég mun hafa báða pottana samt.

Síðan langaði kærastanum svo í aðeins stærri fisk heldur en bara gúbbana þannig að við fórum í gær og keyptum einn blágúrama. Rosalega flottur finnst mér og sérstakur með einhverja fálmara eða eitthvað hehe :P En hann er að vísu svakalega feiminn en vona að það lagist svona eins og hjá ryksugunni sem var svakalega feimin fyrstu 3 dagana en er farin að vappa um allt búrið núna :)
Annars er gúbbíarnir rosalega sprækir og nota hverja stund til að fara í eltingarleiki og svoleiðis. Voðalega ánægðir saman :)

En langaði að spyrja með vatnaskipti, hvað ég þyrfti að skipta oft um vatn á viku og hvað mikið í einu svona sirka?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Vatnskiptiin fara eftir fjölda fiska osf. Persónulega myndi ég skipta út 30-50% af vatninu vikulega í 60 lítra búri.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Allt gengur rosalega vel með búrið, er búin að skipta um vatn og allir sprækir :) Fannst nýi fiskurinn (blágúraminn) vera svo rosalega feiminn og eitthvað svo einn þannig að ég keypti annan gúrama handa honum, sá gúrami er einhvernveginn öðruvísi, er eiginlega appelsínugulur með röndum á hryggnum, köllum hann Tígra hehe :P veit ekki hvaða tegund það er samt :roll: .
Sá blái varð allt annar, enginn smá breyting á nokkrum mínútum :shock: hann fór að synda um búrið og elta hinn gúramann (bara í leik :P ) og kemur upp að borða þegar maður gefur þeim og er ekki eins mannfælinn eins og hann var. Allavega hafði annar svona gúrami alveg svakalega góð áhrif á hann.
En held að sá blái sé stelpa (ugginn á bakinu svona rúnaður) og sá guli er strákur held ég (ugginn svona oddhvass). :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Guli getur verið gull gúrami :) ég átti einu sinnis bæði gull og blá gúrama:D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja tók mig til og tók nokkrar myndir af fiskunum enda kominn tími til :oops:

Image
Hérna er gúbbíarnir þrír :) Hann Doppi,Filippus og Sigurjón (tek það fram að ég fann ekki þessi nöfn á þá hehe :P )

Image
Hérna eru þeir þrír aftur :)

Image
Hérna er einn gúraminn, hann Tígri :)

Image
Bláhákarlinn, sem er enn bara nafnlaus. En vorum að spá í Lenny eftir góða hákarlinum í Shark Tale hehe.

Image
Hérna er svo hinn gúraminn. Hann heitir Blær :)

Image
Blær og Tígri :)

Image
Blær aftur og Tígri í bakgrunninum.

Svo vantar inn á myndina ryksuguna Höllu (sem vill ekki vera á réttum stað í myndatökum :P )
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

flottar myndirnar af gúbbíunum :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta eru allt glæsilega myndir hjá þér !
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vá, mjög góðar myndir hjá þér!


Fíla gúbbímyndirnar sérstaklega vel
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Flottar myndir hjá þér, ég er sérstaklega hrifinn af gúbbunum.
Er það rétt hjá mér að þú hafir tekið myndirnar án flass og hvaða stillingar notaðir þú?
Hvernig vél ertu með?
User avatar
Jenni
Posts: 67
Joined: 12 Aug 2007, 20:36

Post by Jenni »

Átii tírgirsbarba og þeir voru mjög leiðinlegir. Alltaf nartandi í alla aðra fiska í búrinu.

p.s. Sleppti þeim út í hitað lón þar sem fullt af fanga síkliðum eru og aðrir skratufiskar.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Rodor wrote:Flottar myndir hjá þér, ég er sérstaklega hrifinn af gúbbunum.
Er það rétt hjá mér að þú hafir tekið myndirnar án flass og hvaða stillingar notaðir þú?
Hvernig vél ertu með?
Ég er með Nikon D70s, teknar með hraða 1/350 - 1/500, ljósop 9.5

En jú ég notaði flass, svolítil snilld með Nikon er að maður getur notað flassið á vélinni til að stjórna öðru stærra flassi þráðlaust og hafði ég það staðsett beint fyrir ofan búrið og því kemur ekki leiðinda glampi á glerið ;)
(ps. hafði vélina líka á þrífæti).
200L Green terror búr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Góðar myndir.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Úff, góðar myndir.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Sirius Black wrote: En jú ég notaði flass, svolítil snilld með Nikon er að maður getur notað flassið á vélinni til að stjórna öðru stærra flassi þráðlaust og hafði ég það staðsett beint fyrir ofan búrið og því kemur ekki leiðinda glampi á glerið ;)
(ps. hafði vélina líka á þrífæti).
Þetta virkar eins og transmitterinn sem ég er með á Canon. Ég var að hugleiða það að fá mér aukaflass til þess að stýra þrælnum en fékk mér transmitterinn í staðinn.

Heyrðu, hvaða linsu notaðir þú?
Post Reply