Jæja búin að breyta búrinu aðeins

setti á það bakgrunnn sem lítur svona út eins og steinahleðsla, ætlaði að hafa bakgrunninn sem er á bakvið (er svona 2 in 1) en fannst hann eitthvað svo litríkur þannig að ég ákvað að hafa steinana
Einnig setti ég tvo blómapotta ofan í, átti að vera svona smá staður fyrir fiskana en þeir hafa ekki farið þangað inn hehe

, veit samt ekki hvort að ég mun hafa báða pottana samt.
Síðan langaði kærastanum svo í aðeins stærri fisk heldur en bara gúbbana þannig að við fórum í gær og keyptum einn blágúrama. Rosalega flottur finnst mér og sérstakur með einhverja fálmara eða eitthvað hehe

En hann er að vísu svakalega feiminn en vona að það lagist svona eins og hjá ryksugunni sem var svakalega feimin fyrstu 3 dagana en er farin að vappa um allt búrið núna
Annars er gúbbíarnir rosalega sprækir og nota hverja stund til að fara í eltingarleiki og svoleiðis. Voðalega ánægðir saman
En langaði að spyrja með vatnaskipti, hvað ég þyrfti að skipta oft um vatn á viku og hvað mikið í einu svona sirka?