Hef reynt að finna eitthvað um þetta á google en eingöngu ein síða komið að einhverju gagni.
Spurningin er sú hvort einhver af ykkur fróðu spjallarar vitið um góðar upplýsingar um þetta mál
og þá helst á okkar ástkæra móðurmáli

Ég var fyrir nokkru búin að reyna að læka með lyfi því allt leit út fyrir sveppasýkingu.
Svo var skipt um vatn og því næst var bara saltað vegna Plegga gull.
Veiddar voru 3 Tetrur upp og fóru þær sína leið þar sem þeim batnaði ekki.
Eftir varð sennilega 1 þar sem útilokað var að ná henni nema rústa öllu búrinu.
Það skal tekið fram að einu einkennin voru sveppasýkingin og litleysi.
Svo í gær tók ég eftir því að ein Tetran var ekki að koma og éta.
Faldi sig vel og vandlega á bakvið. Svo í dag sá ég að hún er með þetta litleysi og augun eru eins
og þau séu á leið út úr hausnum.
Þannig að til að vera viss á þessari greiningu langaði mig að athuga hjá ykkur.
En núna er ég að fara að veiða þessa veiku (ef ég næ henni ?).