Neon Tetru veiki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Neon Tetru veiki

Post by jeg »

Þannig er mál með vexti að grunur leikur á að það sé slík veiki í Tetrunum hjá mér.
Hef reynt að finna eitthvað um þetta á google en eingöngu ein síða komið að einhverju gagni.
Spurningin er sú hvort einhver af ykkur fróðu spjallarar vitið um góðar upplýsingar um þetta mál
og þá helst á okkar ástkæra móðurmáli :oops:

Ég var fyrir nokkru búin að reyna að læka með lyfi því allt leit út fyrir sveppasýkingu.
Svo var skipt um vatn og því næst var bara saltað vegna Plegga gull.
Veiddar voru 3 Tetrur upp og fóru þær sína leið þar sem þeim batnaði ekki.
Eftir varð sennilega 1 þar sem útilokað var að ná henni nema rústa öllu búrinu.
Það skal tekið fram að einu einkennin voru sveppasýkingin og litleysi.
Svo í gær tók ég eftir því að ein Tetran var ekki að koma og éta.
Faldi sig vel og vandlega á bakvið. Svo í dag sá ég að hún er með þetta litleysi og augun eru eins
og þau séu á leið út úr hausnum.
Þannig að til að vera viss á þessari greiningu langaði mig að athuga hjá ykkur.

En núna er ég að fara að veiða þessa veiku (ef ég næ henni ?).
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessi veiki er frekar leiðinleg og erfitt að losna við.
Hún lýsir sér þannig að fiskurinn missir lit og svo koma stórar hvítar skellur á búkinn.
Meðferð er erfið og eiginlega fátt til ráða annað en að hafa skilirði góð og veiða strax upp fiska sem sýna einkenni og farga þeim.
Ég hef notast við lítilræði af lyfinu Fmc og smá saltslurk en aðalma´lið er að fjarlæga strax veika fiska.
Það góða er að sjúkdómurinn nær sjaldnast að herja á aðra fiska en tetrur.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Takk fyrir þetta.
Varð bara að kanna hvort þetta væri ekki rétt hjá mér.
Var nokkuð viss.
Jæja farin í veiðitúr. :P
Post Reply