Feitur fiskur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ekki hafa neina áhyggjur ef hinir fiskarnir virðast eðlilegir, ef kerlan hefur verið þung á sér er hún kjörið fórnarlamb fyrir áreiti frá öðrum fiskum og getur hafa gefist upp þess vegna.
Mundu að þrífa ekki allt búrið í einu. :wink:
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Hva meinaru með því Vargur? :roll: :oops:
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

það er alltaf hætta á sjúkdómum og sníkjudýrum í fiskabúrum það fylgir sportinu... en með góðri meðferð á fiskunum má minnka möguleikana á veikindum fiska.... td. með því að salta búrið minnka líkurnar umtalsvert á veikindum og ef það bólar á smá veikindum hef ég bara hækkað hitan í búrinu mínu og saltað meira og oftast nægir það þar sem mörg sníkjudýr þola ekki saltið og hitan
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú verður að halda bakteríuflórunni í búrinu svo eðlilegt niðurbrot eigi sér stað.
Þess vegna er ekki gott að þrífa of mikið í einu, td ekki skipta um meirihluta af vatninu, ryksuga mölina og þrífa alla dæluna á sama tíma.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Já okej,

Hva er svona normal hiti hjá svona hitabeltisfiskum ?
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

Svona 24 til 25gráður
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Jaháá okej,,

Fiskarnir mínir eru skoo að brillera í 29-30 stiga hita, og ef hitinn lækkar
verða þeir bara frekar down e-h :?
Gabríela María Reginsdóttir
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

gaby0702 wrote:Jaháá okej,,

Fiskarnir mínir eru skoo að brillera í 29-30 stiga hita, og ef hitinn lækkar
verða þeir bara frekar down e-h :?
úffff er ekki þetta allt of heitt fyrir þá ljúfan :shock:
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Inga Þóran wrote:
gaby0702 wrote:Jaháá okej,,

Fiskarnir mínir eru skoo að brillera í 29-30 stiga hita, og ef hitinn lækkar
verða þeir bara frekar down e-h :?
úffff er ekki þetta allt of heitt fyrir þá ljúfan :shock:
Trúðu mér þeeeir elska að vera í þessum hita :?

og þeir vilja ekki hafa hitann öðruvísi,,
Gabríela María Reginsdóttir
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Vargur wrote:Þú verður að halda bakteríuflórunni í búrinu svo eðlilegt niðurbrot eigi sér stað.
Þess vegna er ekki gott að þrífa of mikið í einu, td ekki skipta um meirihluta af vatninu, ryksuga mölina og þrífa alla dæluna á sama tíma.
Þannig að væri í lagi að skipta um meirihlutann af vatninu kannski í dag, og svo eftir 2 daga kannski að þá ryksuga mölina, og svo 2 daga eftir því þrífa dæluna eða :?:? :oops: :roll:
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, það væri best að gera það einhvernveginn svoleiðis.
Ég mundi td þrífa dæluna fyrst og skipta svo um vatn og ryksuga botninn eftir 2-3 daga. Margir nota ryksuguna við vatnsskipti og þrífa þá td alltaf sitthvorn helminginn af botninum í hvert skipti.

Rútínan hjá mér í svona búri er þannig að ég skipti um vatn og þríf efri svampana.
Næst ryksuga ég mölina og skipti bara um hvíta filtið í dælunni.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Hvernig ryksugu notaru :?

og ef hún er til í fiskabur.is hva kostar hún ? :?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image
Malarryksuga lítur svona út og kostar 1.490.- í fiskabur.is
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vargur wrote: Malarryksuga lítur svona út og kostar 1.490.- í fiskabur.is
Svo að ég troði mér aðeins inn í þetta :oops: en hef verið að spá hvernig svona ryksuga virkar? Hef aldrei skilið það alveg :oops:
200L Green terror búr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er frekar einfalt.
Maður setur rörið ofan í búrið og sýgur síðan vatn í slönguna, þá næst rennsli niður í fötu eða niðurfall. Rörið er það breytt að sandurinn fer ekki með heldur bara vatn og drullan.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég nota Tetra gravel cleaner, þá þarf ekkert að sjúa vatnið í gagn með munninum, bara hristir stautinn upp og niður og þetta fer sjálfkrafa í gang
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Já takk fyrir þessar upplýsingar,
Gabríela María Reginsdóttir
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Vargur wrote:Það er frekar einfalt.
Maður setur rörið ofan í búrið og sýgur síðan vatn í slönguna, þá næst rennsli niður í fötu eða niðurfall. Rörið er það breytt að sandurinn fer ekki með heldur bara vatn og drullan.
Hvort rörið á maður að setja ofaní fiskabúrið :oops: :oops: :oops: :?:
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

sverari endann
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Squinchy wrote:Ég nota Tetra gravel cleaner, þá þarf ekkert að sjúa vatnið í gagn með munninum, bara hristir stautinn upp og niður og þetta fer sjálfkrafa í gang
Image
Hvar færðu svona ?
og hva kostar það sirka :? :?:
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta er til upp í dýralíf, Stórhöfða 15, kostar eitthvað á milli 1000 - 1500 minnir mig
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply