Ekki hafa neina áhyggjur ef hinir fiskarnir virðast eðlilegir, ef kerlan hefur verið þung á sér er hún kjörið fórnarlamb fyrir áreiti frá öðrum fiskum og getur hafa gefist upp þess vegna.
Mundu að þrífa ekki allt búrið í einu.
það er alltaf hætta á sjúkdómum og sníkjudýrum í fiskabúrum það fylgir sportinu... en með góðri meðferð á fiskunum má minnka möguleikana á veikindum fiska.... td. með því að salta búrið minnka líkurnar umtalsvert á veikindum og ef það bólar á smá veikindum hef ég bara hækkað hitan í búrinu mínu og saltað meira og oftast nægir það þar sem mörg sníkjudýr þola ekki saltið og hitan
Þú verður að halda bakteríuflórunni í búrinu svo eðlilegt niðurbrot eigi sér stað.
Þess vegna er ekki gott að þrífa of mikið í einu, td ekki skipta um meirihluta af vatninu, ryksuga mölina og þrífa alla dæluna á sama tíma.
Vargur wrote:Þú verður að halda bakteríuflórunni í búrinu svo eðlilegt niðurbrot eigi sér stað.
Þess vegna er ekki gott að þrífa of mikið í einu, td ekki skipta um meirihluta af vatninu, ryksuga mölina og þrífa alla dæluna á sama tíma.
Þannig að væri í lagi að skipta um meirihlutann af vatninu kannski í dag, og svo eftir 2 daga kannski að þá ryksuga mölina, og svo 2 daga eftir því þrífa dæluna eða ?
Já, það væri best að gera það einhvernveginn svoleiðis.
Ég mundi td þrífa dæluna fyrst og skipta svo um vatn og ryksuga botninn eftir 2-3 daga. Margir nota ryksuguna við vatnsskipti og þrífa þá td alltaf sitthvorn helminginn af botninum í hvert skipti.
Rútínan hjá mér í svona búri er þannig að ég skipti um vatn og þríf efri svampana.
Næst ryksuga ég mölina og skipti bara um hvíta filtið í dælunni.
Það er frekar einfalt.
Maður setur rörið ofan í búrið og sýgur síðan vatn í slönguna, þá næst rennsli niður í fötu eða niðurfall. Rörið er það breytt að sandurinn fer ekki með heldur bara vatn og drullan.
Vargur wrote:Það er frekar einfalt.
Maður setur rörið ofan í búrið og sýgur síðan vatn í slönguna, þá næst rennsli niður í fötu eða niðurfall. Rörið er það breytt að sandurinn fer ekki með heldur bara vatn og drullan.
Squinchy wrote:Ég nota Tetra gravel cleaner, þá þarf ekkert að sjúa vatnið í gagn með munninum, bara hristir stautinn upp og niður og þetta fer sjálfkrafa í gang