Kribbahrogn/seiði - myndir (13/04/08)
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Kribbahrogn/seiði - myndir (13/04/08)
Ég fékk kribbakarl hérna á spjallinu, stóran og flottan. Eignaðist svo kerlingu úr búð fyrir ca 2 vikum og það var ást við fyrstu sýn. Þau eru búin að dansa og dilla sér síðan þá - helga sér hellasvæðið og reka alla í burtu.
Kerlingin var orðin sver, og á miðvikudagskvöldið var hún með smá totu aftan úr gotraufinni. Svo fór ég til útlanda... Maðurinn minn segir að á föstudaginn fór kerlingin að grafa milli steins og blómapotts og er búin að halda sig ofaní holunni síðan þá.
Svo kom ég heim fyrr í dag. Búin að liggja á glerinu og ég sé ekki betur að það séu iðandi hrogn í holunni!!! getur verið að þau séu búin að klekjast?
Hvað geri ég næst? Á ég að soga þau uppúr og setja í annað búr - dall með loftdælu og hitara? Þarf þess kannski ekki? Hvað gerir maður svo við seiði sem komast á legg? Selur maður þau í fiskabúðir???
Ég veit ekkert hvað ég á að gera næst. Búin að lesa alla þræði sem ég finn um þetta, en er samt í óvissu - hvað á ég að gera??
Kerlingin var orðin sver, og á miðvikudagskvöldið var hún með smá totu aftan úr gotraufinni. Svo fór ég til útlanda... Maðurinn minn segir að á föstudaginn fór kerlingin að grafa milli steins og blómapotts og er búin að halda sig ofaní holunni síðan þá.
Svo kom ég heim fyrr í dag. Búin að liggja á glerinu og ég sé ekki betur að það séu iðandi hrogn í holunni!!! getur verið að þau séu búin að klekjast?
Hvað geri ég næst? Á ég að soga þau uppúr og setja í annað búr - dall með loftdælu og hitara? Þarf þess kannski ekki? Hvað gerir maður svo við seiði sem komast á legg? Selur maður þau í fiskabúðir???
Ég veit ekkert hvað ég á að gera næst. Búin að lesa alla þræði sem ég finn um þetta, en er samt í óvissu - hvað á ég að gera??
Last edited by Anna on 13 Apr 2008, 11:36, edited 5 times in total.
Í hvað stóru búri er parið og eru einhverjir fiskar með þeim ?
Það getur verið skemmtilegt að leyfa þeim að sjá um þetta sjálfum þó þá geti vissulega eitthvað farið úrskeiðis.
Ef þú leyfir þeim að sjá um þetta getur verið gott að fjarlæga karlinn fljótlega því annars rekur kerla hann í burtu og gleymir oft seiðunum í hamagangnum.
Ef þú setur seiðin í sér búr þá þurfa þau hitara og loftdælu,þegar seiðin eru komin i sölustærð er ekkert mál að skipta þeim fyrir nauðsynjar í næstu fiskabúð.
Það getur verið skemmtilegt að leyfa þeim að sjá um þetta sjálfum þó þá geti vissulega eitthvað farið úrskeiðis.
Ef þú leyfir þeim að sjá um þetta getur verið gott að fjarlæga karlinn fljótlega því annars rekur kerla hann í burtu og gleymir oft seiðunum í hamagangnum.
Ef þú setur seiðin í sér búr þá þurfa þau hitara og loftdælu,þegar seiðin eru komin i sölustærð er ekkert mál að skipta þeim fyrir nauðsynjar í næstu fiskabúð.
Búrið er 160 l og í því eru;
1 stór skali
1 lítill skali
7 kongó tetrur (stórar)
1 nannacara kerling
2 ancistrur
3 SAE
...og svo umrætt kribba par. Karlinn ca 8-10 cm og kerla ca 4 cm. Það er fullt af felustöðum í hellum, en ekki gróðri. Kannski þarf ég að fá mér java mosa?
Ef ég fjarlægi karlinn, má ég setja hann með gullfiskunum ef ég set hitara hjá þeim (24°C) ?
1 stór skali
1 lítill skali
7 kongó tetrur (stórar)
1 nannacara kerling
2 ancistrur
3 SAE
...og svo umrætt kribba par. Karlinn ca 8-10 cm og kerla ca 4 cm. Það er fullt af felustöðum í hellum, en ekki gróðri. Kannski þarf ég að fá mér java mosa?
Ef ég fjarlægi karlinn, má ég setja hann með gullfiskunum ef ég set hitara hjá þeim (24°C) ?
Last edited by Anna on 26 Nov 2007, 20:44, edited 1 time in total.
Ég mundi fjarlægja seiðin ég var með svipaða uppbyggingu á fiskabúri og kribbarnir vörðu seiðin af slíkri heift að hinir fiskarnir sem voru svona í friðsamlegri kantinum skalar og slíkt voru í einu horninu á búrinu en kribbarnir voru með restina af búrinu, ég neyddist á endanum til að fjarlægja kribbana og seiðin, stressið var það mikið að ég fékk upp veiki í búrið en það er í fyrsta og eina skiftið sem ég hef fengið veiki í búrið hjá mér.
Kv.Biggi
Kv.Biggi
Lífið er ekki bara salltfiskur
Jæja - ég held að það séu komnir 5-6 dagar síðan hrygnan hryngdi. Ég sá í gær 9 seiði, þau syntu samt varla, voru bara á sama stað en voru greinilega með haus og hala og iðuðu öll.
En svo tók kellan ENN einusinni upp á því að flytja þau , og núna á sama stað og hún hryngdi á, og síðan þá hefur hún varla litið ofaní holuna, kannski 2x sem ég hef séð en karlinn liggur við holubarminn og ver hana með kjafti og klóm. Það er bara þetta horn sem er "off limits" fyrir hina fiskana, nema nannacara kerluna, hún má hvergi vera
Seiðin hef ég ekki séð síðan í gær og ég held að karlinn sé búinn að fá sér í gogginn (ja eða kerlingin), því ég hef séð hann stinga hausnum ofaní holuna. Það þarf kannski ekki að þýða neitt?
Nannacara kerlingin mín er komin með sár, hvítan blett frekar stóran (stór á henni) við bakuggann. Það er ? hvort ég kyndi ekki gullfiskabúrið og salti það og skelli henni þangað. Ætla að sjá til á morgun.
En kribba kerlingin er farin að gera sig til fyrir karlinn AFTUR - sveigir sig og reigir en hann lítur ekki af holunni - greinilega ekki venjulegur karl á ferðinni hér
En svo tók kellan ENN einusinni upp á því að flytja þau , og núna á sama stað og hún hryngdi á, og síðan þá hefur hún varla litið ofaní holuna, kannski 2x sem ég hef séð en karlinn liggur við holubarminn og ver hana með kjafti og klóm. Það er bara þetta horn sem er "off limits" fyrir hina fiskana, nema nannacara kerluna, hún má hvergi vera
Seiðin hef ég ekki séð síðan í gær og ég held að karlinn sé búinn að fá sér í gogginn (ja eða kerlingin), því ég hef séð hann stinga hausnum ofaní holuna. Það þarf kannski ekki að þýða neitt?
Nannacara kerlingin mín er komin með sár, hvítan blett frekar stóran (stór á henni) við bakuggann. Það er ? hvort ég kyndi ekki gullfiskabúrið og salti það og skelli henni þangað. Ætla að sjá til á morgun.
En kribba kerlingin er farin að gera sig til fyrir karlinn AFTUR - sveigir sig og reigir en hann lítur ekki af holunni - greinilega ekki venjulegur karl á ferðinni hér
Last edited by Anna on 07 Jan 2008, 20:00, edited 1 time in total.
Það er svo mikill spenningur á heimilinu yfir þessum litlu seyðum
Þau sáust aftur í dag, eru farin að synda um í holunni sem þau (foreldrarnir) grófu. Ég taldi nú bara 4 - mig langar alveg óskaplega að setja þau í sér búr. Held að það verði gífurleg vonbrigði fyrir krakkana ef þau komast ekki á legg
Nannacara kerlan er eins, ætla að sjá til í einn dag í viðbót með hana
Þau sáust aftur í dag, eru farin að synda um í holunni sem þau (foreldrarnir) grófu. Ég taldi nú bara 4 - mig langar alveg óskaplega að setja þau í sér búr. Held að það verði gífurleg vonbrigði fyrir krakkana ef þau komast ekki á legg
Nannacara kerlan er eins, ætla að sjá til í einn dag í viðbót með hana
O M G - var að vakna eftir næturvakt.
Haldið þið að kribba kerlingin sé ekki komin með hópinn undir sig frísyndandi - og það eru örugglega 20-50 seiði!!! Amk stór hópur!!! Ég held að allir krakkarnir í götunni séu búnir að koma og skoða
Núna er ég alveg á báðum áttum hvað gjöra skal, setja seiðin sér, láta mömmuna sjá um þetta og vona að foreldrarnir fari ekki að slást, vona að skalinn éti ekki seiðin, kongó tetrurnar fara aldrei niður á botn þannig að ég held að þær éti þau ekki.
Mikil gleið hér á bæ
Haldið þið að kribba kerlingin sé ekki komin með hópinn undir sig frísyndandi - og það eru örugglega 20-50 seiði!!! Amk stór hópur!!! Ég held að allir krakkarnir í götunni séu búnir að koma og skoða
Núna er ég alveg á báðum áttum hvað gjöra skal, setja seiðin sér, láta mömmuna sjá um þetta og vona að foreldrarnir fari ekki að slást, vona að skalinn éti ekki seiðin, kongó tetrurnar fara aldrei niður á botn þannig að ég held að þær éti þau ekki.
Mikil gleið hér á bæ
Last edited by Anna on 07 Jan 2008, 20:00, edited 1 time in total.
Jæja, smá uppdate:
Ég tók Nannacara kerluna úr búrinu áðan og setti hjá gullfiskunum. Hún er hætt að flýja undan kribbaparinu og tók bara árásunum Hún er með stórt sár á bakinu við bakuggann, örugglega ca 1/4 af heildarlengd hennar.
Þarf að veiða kuðunginn uppúr gullfiskabúrinu og salta það svo. Er einnig búin að setja hitara í það og ætla að hafa það um 24°c - þar er nú svolítið stökk fyrir gullfiskana, að fara úr 19-20°c en vonum það besta.
Kribbaseiðin vaxa og dafna, fyndið hvað foreldrarnir sinna þeim mismunandi. Karlinn er mun kærulausari, þegar hann er með þau þá fá þau að synda upp í hornunum, upp á steina og upp með gróðri, en þegar kerlan er með þau, þá eru þau bara á botninum, helst niðurgrafin á milli steina og í þéttum hóp
Hvernig gefur maður þeim að borða? ef ég set seiðamat þá éta tetrurnar það (eins og allt annað sem kemur í búrið).
Ég tók Nannacara kerluna úr búrinu áðan og setti hjá gullfiskunum. Hún er hætt að flýja undan kribbaparinu og tók bara árásunum Hún er með stórt sár á bakinu við bakuggann, örugglega ca 1/4 af heildarlengd hennar.
Þarf að veiða kuðunginn uppúr gullfiskabúrinu og salta það svo. Er einnig búin að setja hitara í það og ætla að hafa það um 24°c - þar er nú svolítið stökk fyrir gullfiskana, að fara úr 19-20°c en vonum það besta.
Kribbaseiðin vaxa og dafna, fyndið hvað foreldrarnir sinna þeim mismunandi. Karlinn er mun kærulausari, þegar hann er með þau þá fá þau að synda upp í hornunum, upp á steina og upp með gróðri, en þegar kerlan er með þau, þá eru þau bara á botninum, helst niðurgrafin á milli steina og í þéttum hóp
Hvernig gefur maður þeim að borða? ef ég set seiðamat þá éta tetrurnar það (eins og allt annað sem kemur í búrið).
Last edited by Anna on 07 Jan 2008, 20:01, edited 1 time in total.
Já auðvitað. En hverng veit maður hvenær seyðin eru komin í þá stærð að það þarf að fara að gera þetta?
Annars held ég að það sé bara einfaldast að fá sér langa framlengingarsnúru á vökvasett og setja litla sprautu á endann, hreinlegast! Græja þetta á morgun.
Rosalega er þetta furðulegt með Nannacara kelluna, hún var með risastórt hvítt sár í morgun - núna er það horfið! Bara orðin eðlileg aftur og unir sér vel með gullfiskunum, hætt að vera svona spennt og húka útí horni, núna er hún bara með slaka ugga og syndir útum allt - ætla að sleppa saltinu í bili og leyfa sniglinum að vera þarna áfram.
Annars held ég að það sé bara einfaldast að fá sér langa framlengingarsnúru á vökvasett og setja litla sprautu á endann, hreinlegast! Græja þetta á morgun.
Rosalega er þetta furðulegt með Nannacara kelluna, hún var með risastórt hvítt sár í morgun - núna er það horfið! Bara orðin eðlileg aftur og unir sér vel með gullfiskunum, hætt að vera svona spennt og húka útí horni, núna er hún bara með slaka ugga og syndir útum allt - ætla að sleppa saltinu í bili og leyfa sniglinum að vera þarna áfram.
Jæja, ýmisslegt búið að ganga á...
Það eru 8 dagar síðan seiðin urðu frísyndandi.
Nannacara kerlan sem var nær dauða en lífi og var flutt í gullfiskabúrið er nánast búin að ganga frá gullfiskunum Þannig að henni var hent aftur í stóra búrið í dag. Gullfiskarnir eru allir með mjög tætta sporða eftir hana, hef samt ekki séð hana gera neitt.
Þar sem hún var komin í búrið aftur þá tók ég seiðin og kribbakellinguna og setti þau í 11 lítra búr með lítilli lofthreinsidælu og hitara. Það eru bara 18 seiði eftir að mér sýnist. Kerlan missti allan litinn við flutninginn, en seiðin virðast kát. Karlinn missti litinn við þetta líka og er bara að elta Nannacara kerluna. Kannski er bara best að hann gangi frá henni...
Annars var ég að spá í að fara í Fiskabúr og kaupa sterafóður fyrir seiðin
Það eru 8 dagar síðan seiðin urðu frísyndandi.
Nannacara kerlan sem var nær dauða en lífi og var flutt í gullfiskabúrið er nánast búin að ganga frá gullfiskunum Þannig að henni var hent aftur í stóra búrið í dag. Gullfiskarnir eru allir með mjög tætta sporða eftir hana, hef samt ekki séð hana gera neitt.
Þar sem hún var komin í búrið aftur þá tók ég seiðin og kribbakellinguna og setti þau í 11 lítra búr með lítilli lofthreinsidælu og hitara. Það eru bara 18 seiði eftir að mér sýnist. Kerlan missti allan litinn við flutninginn, en seiðin virðast kát. Karlinn missti litinn við þetta líka og er bara að elta Nannacara kerluna. Kannski er bara best að hann gangi frá henni...
Annars var ég að spá í að fara í Fiskabúr og kaupa sterafóður fyrir seiðin
Last edited by Anna on 07 Jan 2008, 20:02, edited 1 time in total.
Já, það er bara vesen á mér núna
Ég vorkenndi svo kribbakerlunni í litla búrinu að ég setti hana til baka en skildi seiðin eftir. Þá vorkenndi ég henni ennþá meira, og seiðunum líka, þannig að ég setti þau líka til baka.
Þannig að ég er komin á square one aftur ha ha ha
En það eru 17 seiði - greinilega einhver afföll, en þessi 17 eru voðalega ánægð og spræk með mömmu sinni og pabba núna.
Já og btw, þá gerðu foreldrarnir valdarán aftur í búrinu, ENGINN fær að koma á botninn í öllu búrinu.
Ég vorkenndi svo kribbakerlunni í litla búrinu að ég setti hana til baka en skildi seiðin eftir. Þá vorkenndi ég henni ennþá meira, og seiðunum líka, þannig að ég setti þau líka til baka.
Þannig að ég er komin á square one aftur ha ha ha
En það eru 17 seiði - greinilega einhver afföll, en þessi 17 eru voðalega ánægð og spræk með mömmu sinni og pabba núna.
Já og btw, þá gerðu foreldrarnir valdarán aftur í búrinu, ENGINN fær að koma á botninn í öllu búrinu.
Last edited by Anna on 07 Jan 2008, 20:03, edited 1 time in total.
Sæl Anna.
Hvernig gengur með kribbaseyðin þín?
Ég var að fá mér kribbapar í vikunni ásamt fleiri fiskum, konan er vel feit og karlinn alltaf að kíkja á hana Og hún sömuleiðis að beyja sig og titra og allt eftir bókinni. Og það byrjaði að vera svoleðis eftir aðeins klukkutíma eftir að ég setti þau í búrið... Og þau eru ALLTAF saman
Það væri nú gaman að fá smá uppfærslu hjá þér
kærar kveðjur
Hvernig gengur með kribbaseyðin þín?
Ég var að fá mér kribbapar í vikunni ásamt fleiri fiskum, konan er vel feit og karlinn alltaf að kíkja á hana Og hún sömuleiðis að beyja sig og titra og allt eftir bókinni. Og það byrjaði að vera svoleðis eftir aðeins klukkutíma eftir að ég setti þau í búrið... Og þau eru ALLTAF saman
Það væri nú gaman að fá smá uppfærslu hjá þér
kærar kveðjur
Eymar Eyjólfsson
Takk fyrir að spurja um kribbaseiðin mín
Það hefur eitthvað horfið af seiðum hjá mér, veit ekki af hverju, en ancistrurnar þrífast amk vel
Seiðin eru 28 daga gömul í dag og eru 9 talsins. Þau eru eiginlega orðin að unglingum, farin að synda útum allt og eru ekki lengur í hóp. Mamma og pabbi eru á fullu að reyna að halda þeim saman, en í dag sýnist mér að kerlan nenni því eiginlega ekki, hún passar þau sem hún hefur í augsýn hverju sinni, en pabbinn er alltaf á ferðinni að sækja þau.
Þau eru orðin talsvert stór, eða ca svona: ------ sum eru minni og önnur stærri.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók áðan (já ég veit, ég þarf að þrífa glerið):
1. Kongó tetra
2. Kribba seiði
3. Kribba seiði
4. Kribba seiði
5. Stolt mamma sem er farin að gildna aftur
6. Kribba seiði
7. Mamman með eitt seiði
8. Ancistru seiði (hitt seiðið er horfið - edit 12/1/08 það kom aftur í ljós eftir 3 vikur)
11. Ancistra sem hefur stækkað mikið og er að fá brúsk
Er þetta kannski karl? Er með aðra jafngamla ancistru sem er mun minni og ljósari. Þetta er líklega bara rétt stærð á flykkinu.
Það hefur eitthvað horfið af seiðum hjá mér, veit ekki af hverju, en ancistrurnar þrífast amk vel
Seiðin eru 28 daga gömul í dag og eru 9 talsins. Þau eru eiginlega orðin að unglingum, farin að synda útum allt og eru ekki lengur í hóp. Mamma og pabbi eru á fullu að reyna að halda þeim saman, en í dag sýnist mér að kerlan nenni því eiginlega ekki, hún passar þau sem hún hefur í augsýn hverju sinni, en pabbinn er alltaf á ferðinni að sækja þau.
Þau eru orðin talsvert stór, eða ca svona: ------ sum eru minni og önnur stærri.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók áðan (já ég veit, ég þarf að þrífa glerið):
1. Kongó tetra
2. Kribba seiði
3. Kribba seiði
4. Kribba seiði
5. Stolt mamma sem er farin að gildna aftur
6. Kribba seiði
7. Mamman með eitt seiði
8. Ancistru seiði (hitt seiðið er horfið - edit 12/1/08 það kom aftur í ljós eftir 3 vikur)
11. Ancistra sem hefur stækkað mikið og er að fá brúsk
Er þetta kannski karl? Er með aðra jafngamla ancistru sem er mun minni og ljósari. Þetta er líklega bara rétt stærð á flykkinu.
Last edited by Anna on 12 Jan 2008, 23:47, edited 2 times in total.
Jæja, kribbaseiðin hafa þá ágætt, amk þau sem ég finn Ég veit ekki hvað þau eru mörg eftir, en get sagt með vissu 5-6. Þau voru átta um daginn, en ég hef ekki séð þau öll síðan þá. Það ætti að vera númer á þeim En það er svo fyndið hvað það er mikill stærðarmunur á þeim, sum eru miklu lengri en önnur búkmeiri. Geri ráð fyrir að þetta sé kynjamunur.
Eníveis, hrygnan og hængurinn eru komin í tilhugalíf aftur, amk er hrygnan að hrista sig og skekja, er orðin kviðmikil og farin að grafa holu... Hængurinn finnst mér hins vegar vera afskaplega áhugalaus. Skil það ekki, eins og hún er að gera sig til fyrir hann Hún er reyndar að búa um sig á stað sem ég veit ekki hvort hann kemst að á, mjög þröng hola, hann kíkti þangað áðan og þurfti að bakka út aftur.
Eníveis, hrygnan og hængurinn eru komin í tilhugalíf aftur, amk er hrygnan að hrista sig og skekja, er orðin kviðmikil og farin að grafa holu... Hængurinn finnst mér hins vegar vera afskaplega áhugalaus. Skil það ekki, eins og hún er að gera sig til fyrir hann Hún er reyndar að búa um sig á stað sem ég veit ekki hvort hann kemst að á, mjög þröng hola, hann kíkti þangað áðan og þurfti að bakka út aftur.
Ef þú vilt vera viss um að þau hrygni, þá geturðu skipt um amk 30% af vatni og ég get næstum lofað þér því að þau verði búin að hrygna innan 24klst
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gaman að það séu ekki öll seiðin horfin í snakkskálina.
Parið hjá mér hryngdi fyrir jól en það misheppnaðist
og það leið ekki nema um hálfur mánuður þá hryndi hún aftur.
Furðulegt hvað þeir virðast gera þetta bara eftir þörfum
því það er eins og hún hafi bara losað smá til að geta beðið pínu lengur.
Ég var reyndar ný búin að skipta um vatn í fyrra skiptið en ekki þegar
hún hryngdi eftir jól.
En vatnsskipti ýta undir gleði ástalífsins hjá þeim
Parið hjá mér hryngdi fyrir jól en það misheppnaðist
og það leið ekki nema um hálfur mánuður þá hryndi hún aftur.
Furðulegt hvað þeir virðast gera þetta bara eftir þörfum
því það er eins og hún hafi bara losað smá til að geta beðið pínu lengur.
Ég var reyndar ný búin að skipta um vatn í fyrra skiptið en ekki þegar
hún hryngdi eftir jól.
En vatnsskipti ýta undir gleði ástalífsins hjá þeim
Gerði frekar stór vatsskipti fyrir ca 5 dögum - ætla að bíða með það aðeins.
Annars stækkaði ég innganginn í holuna sem hrygnan var búin að velja, en núna er hvorugt þeirra nokkuð að spá í hinu.
En það er svo fyndið með seiðin, að þau sýna svona takta, elta hvort annað og svo snar stoppar annað og hristir sig svona, he he he - ungviðið að æfa sig
Annars stækkaði ég innganginn í holuna sem hrygnan var búin að velja, en núna er hvorugt þeirra nokkuð að spá í hinu.
En það er svo fyndið með seiðin, að þau sýna svona takta, elta hvort annað og svo snar stoppar annað og hristir sig svona, he he he - ungviðið að æfa sig
Smá fréttir
Það er búið að vera mikið tilhugalíf hjá kribbaparinu, en ekkert gerist! Aðallega virtist það vera að karlinn væri áhugalaus en kerlan að hrista sig og skekja útum allt.
Nema hvað, ég skipti um vatn í fyrradag og það leiddi til þess að það varð stríðsástand á milli þeirra!!! Þau hreinlega slógust Svo ákvað kerlan að hrygna á sama stað og síðast, en eitthvað hefur holan minnkað því karlinn komst ekki fyrir sitt litla líf ofaní holuna. Þá voru góð ráð dýr... og kerlan braut odd af oflæti sínu og færði sig inní rótina og þar standa þau bæði vörð núna (síðan í gær). Þau er mjög aggressív, meira að segja aumingja seiðin eru í stórhættu
Nema hvað, í öllum hamaganginum hefur einn SAE horfið - ég er búin að vera að leita að honum í 2 daga og finn hvorki tangur né tetur af honum Taka þeir upp á því að fela sig? Grát - mér finnst þetta svo fallegir fiskar, kalla þá síldarfiskana. Lifandi og skemmtilegir. Hann var orðinn nokkuð stór, um 5 cm og hafði stækkað um meira en helming frá því ég fékk hann.
Jæja, það þýðir ekki að gráta það...
Það er búið að vera mikið tilhugalíf hjá kribbaparinu, en ekkert gerist! Aðallega virtist það vera að karlinn væri áhugalaus en kerlan að hrista sig og skekja útum allt.
Nema hvað, ég skipti um vatn í fyrradag og það leiddi til þess að það varð stríðsástand á milli þeirra!!! Þau hreinlega slógust Svo ákvað kerlan að hrygna á sama stað og síðast, en eitthvað hefur holan minnkað því karlinn komst ekki fyrir sitt litla líf ofaní holuna. Þá voru góð ráð dýr... og kerlan braut odd af oflæti sínu og færði sig inní rótina og þar standa þau bæði vörð núna (síðan í gær). Þau er mjög aggressív, meira að segja aumingja seiðin eru í stórhættu
Nema hvað, í öllum hamaganginum hefur einn SAE horfið - ég er búin að vera að leita að honum í 2 daga og finn hvorki tangur né tetur af honum Taka þeir upp á því að fela sig? Grát - mér finnst þetta svo fallegir fiskar, kalla þá síldarfiskana. Lifandi og skemmtilegir. Hann var orðinn nokkuð stór, um 5 cm og hafði stækkað um meira en helming frá því ég fékk hann.
Jæja, það þýðir ekki að gráta það...
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
en gaman, mér sýnist eimmitt að mín séu buin að hrygna undir stein, mjög erfitt að sjá það en það eru smá kúlur þarna sem kerla er alltaf að hugsa um, þrífa (ekki éta það amk), og er aldrei sjáanleg.. er bara alltaf þarna, eru þau búin að hrygna? Karlinn stendur vörð um steinahrúguna þeirra.. Rekur hina alveg í hinn helmingin.. Kerlan var eimmitt buin að vera sýna á sér magan, eins og þú lýsir Anna og þannig..
Vonandi fæ ég svona sæt seiði eins og þín og að mín muni lifa Er reyndar með skalara.. Spurning um að koma honum í fóstur á meðan?
Flottar myndir og flottir kribbar! Og leiðinlegt með SAE-inn.. vonandi er hann bara í felum e-h staðar á greinnilega góðum stað! stundum sér maður ekki e-h fisk lengi en svo kemur hann í ljós í fullu fjöri
Vonandi fæ ég svona sæt seiði eins og þín og að mín muni lifa Er reyndar með skalara.. Spurning um að koma honum í fóstur á meðan?
Flottar myndir og flottir kribbar! Og leiðinlegt með SAE-inn.. vonandi er hann bara í felum e-h staðar á greinnilega góðum stað! stundum sér maður ekki e-h fisk lengi en svo kemur hann í ljós í fullu fjöri
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Jú það hljómar eins og þau séu búin að hrygna hjá þér! Færð fullt af iðandi steinum uþb 5 dögum eftir hrygninguAgnes Helga wrote:en gaman, mér sýnist eimmitt að mín séu buin að hrygna undir stein, mjög erfitt að sjá það en það eru smá kúlur þarna sem kerla er alltaf að hugsa um, þrífa (ekki éta það amk), og er aldrei sjáanleg.. er bara alltaf þarna, eru þau búin að hrygna? Karlinn stendur vörð um steinahrúguna þeirra.. Rekur hina alveg í hinn helmingin.. Kerlan var eimmitt buin að vera sýna á sér magan, eins og þú lýsir Anna og þannig..
Vonandi fæ ég svona sæt seiði eins og þín og að mín muni lifa Er reyndar með skalara.. Spurning um að koma honum í fóstur á meðan?
Flottar myndir og flottir kribbar! Og leiðinlegt með SAE-inn.. vonandi er hann bara í felum e-h staðar á greinnilega góðum stað! stundum sér maður ekki e-h fisk lengi en svo kemur hann í ljós í fullu fjöri
Ég er með tvo skala í búrinu hjá mér en ég held ekki að þeir hafi borðað nein seiði, þeir eru ekki nógu snöggir.
- Mozart,Felix og Rocky
- Posts: 409
- Joined: 03 Jan 2008, 17:33
- Location: 116 Kjalarnes
- Contact: