Kerlingin var orðin sver, og á miðvikudagskvöldið var hún með smá totu aftan úr gotraufinni. Svo fór ég til útlanda... Maðurinn minn segir að á föstudaginn fór kerlingin að grafa milli steins og blómapotts og er búin að halda sig ofaní holunni síðan þá.
Svo kom ég heim fyrr í dag. Búin að liggja á glerinu og ég sé ekki betur að það séu iðandi hrogn í holunni!!! getur verið að þau séu búin að klekjast?
Hvað geri ég næst? Á ég að soga þau uppúr og setja í annað búr - dall með loftdælu og hitara? Þarf þess kannski ekki? Hvað gerir maður svo við seiði sem komast á legg? Selur maður þau í fiskabúðir???
Ég veit ekkert hvað ég á að gera næst. Búin að lesa alla þræði sem ég finn um þetta, en er samt í óvissu - hvað á ég að gera??
