Það hefur verið draumurinn hjá mér í mörg ár að halda Discus í fallegu búri - nú hefur draunurinn loksins ræst hjá mér!
-þökk sé Guðmundi Discus-ræktanda þá eru nú komnir 8 gullfallegir Blue Diamond í Juwel hornið

Síkliðurnar hafa það fínt í 80 Lítra búri og bíða þess að verða sóttar af Malawi aðdáanda - kannski þú??

Tók þær úr búrinu á mánudaginn og skipti um sand, tók skeljasandinn því að hann hækkar víst sýrustigið (PH) og setti "perlumöl" frá Björgun í staðinn .. þurfti að skola mölina mjög vel áður en ég gat sett hana í búrið.
Hef síðan skipt um vatn 3svar og sett upphitað kalt vatn í staðinn, og ph hefur lækkað í u.þ.b. 7, ætla að lækka það niður í 6.5 smám saman, en vil ekki skipta of ört í búrinu núna til að tapa ekki bakteríu flórunni í dælunum.
Fyrir vatnaskipti hef ég 70 lítra ílát sem ég fylli með köldu vatni og læt standa þar til næstu vatnaskipti eiga sér stað.
-70 lítrar eru ca. 25-30% af vatninu í búrinu (350 lítrar mínus grjót, möl, rætur osfrv..) og mun ég skipta 2svar í viku um þessa 70 lítra.
-hef hitara og litla dælu í "vatnsforðabúrinu" til að hita það í 28°C og losna við "lofttegundirnar" áður en vatnið fer í fiskabúrið ..
..endilega segið mér ef ég er að gera þetta rétt EÐA ef betur má fara!! (ALLAR ábendingar & ráðleggingar VEL þegnar!!)
Fiskarnir voru eðlilega mjög hlédrægir í gærkvöldi og átti ég von á því að þeir væru í felum í dag líka - en nú eru þeir að skoða búrið og hafa tekið mat nú þegar! Jahérna, greinilega mjög ánægðir með nýju vistarverurnar.
Búrið er semsagt Juwel Trigon 350 lítra.
Dælurnar eru tvær, innbyggða dælan 1000 lítra og síðan Eheim Wet & Dry tunnudæla (TAKK Ásta

Hér eru myndir sem ég tók í gærkvöldi - afsakið myndgæðin







Heildarmynd af búrinu kemur seinna

P.S. WHISH ME LUCK!!