Óskar í veseni:

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Óskar í veseni:

Post by Piranhinn »

Held að einn óskarinn minn sé með annaðhvort fungus eða hvítbletti, lítur út eins og hvít mygla? Hvað á að gera í þessu?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

þetta hljómar frekar eins og fungus, salta búrið segi ég.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

ok, hve mikið og er þetta smitandi?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Minn er alltaf að fá á sig hvítar skellur öðru hvoru. Ég fæ ekki betur séð en það sé vegna þess að hann er að tálga á sér roðið með því að reka sig utan í.
Áttu mynd af þessum hvíta/hvítu blettum?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fungus kemur á sár og er ekki smitandi. Salt reddar þessu.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Sjáðu hvíta blettinn á Guttormi. Hann hefur fengið svona áður á hliðina og líka á hausinn. Ég hef ekkert gert við því og það hefur gróið og skilið eftir sig ör. Það endar með því að ég fer að kalla hann Örvar :-)

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

er ekki með vélina eins og er en skal redda því hið fyrsta, en
þetta sem er á Guttormi þínum lítur soldið út eins og það
sé smá "innfallið" en minn er með hvíta skellu sér og lítur ekki
beint út fyrir að það sé sár undir hjá honum.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Jæja, skellti 2 matskeiðum af salti í búrið í fyrradag og hefur þetta
farið dvínandi síðan þá. Þannig að ég held þessu bara áfram þar til þetta er farið.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Enn kemur upp blettavesen hjá öðrum óskarnum og virðist ekki
gera neitt gagn að salta í þetta skipti, þar sem að þetta virðist vera að aukast :( Hvað er best að gera?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hverig lítur þetta út, mynd ?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Fyrst þarftu að komast að því hvort að þetta sé hvítblettaveiki eða sveppasýking,
síðan mundi ég fara í næstu búð og kaupa lyf við þessu sem fyrst
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já ég lofa mynd á morgun, er farinn að hafa áhyggjur af þessu.
Sýni ykkur og rýk svo í búð og kaupi það sem kaupa þarf!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta gæti líka verið vatnseitrun, kemur oft ef einhveri óþverri er í vatninu og stress á fiskum. Þá eru vatnsskipti málið.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

ok, hef það í huga. Hvernig er farið að með vatnsskipti eftir lyfjameðferð ef til þess kemur?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Best er að fylga leiðbeiningum með lyfinu og nota líka kol í dæluna.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Held að það sé kolafilter í aquaball dælunni sem sér um þetta búr.
Á það ekki að duga?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þar gæti legið ástæðan fyrir veseninu ef þú hefur aldrei skipt um kolafilterinn. Kolin endast í max 6 vikur og sennilega styttra í svona litlum filter. Eftir það geta þau farið að leka óþverranum aftur í búrið.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Já sæll!
Ég ríf kolafilterinn úr og hef vatnsskipti (aftur)
og sé svo til hvað gerist.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mín ágiskun er að þetta er bara sár, minn rauði fær stundum svona þegar það eru smá fætingur í milli óskarana tveggja, þá lendir hann stundum utan í stein og þá rifnar bara smá hreistur af, hverfur eftir svona viku, gerði það allavegana hjá mér :P

En mynd getur hjálpað mikið til að dæma um hvað þetta er, búinn að spurja á oscarfish.com ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Oscarfish er nú sennilega eitt al lélegasta forum il að spyra að einhverju, þeir mundu bara skammast yfir því að hann væri í litlu búri. :)
Allir aðalgaurarnir þar eru hættir og síðan mynnir helst dýraríkisspjallið.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Gleymdum myndavélinni í gær :oops: Get reynt að gera það í kvöld.
Hinn óskarinn er hins vegar pottþétt með sár og þetta er ekki líkt allavega
ekki eins og er.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Tók mynd af mínum núna, er þetta sár ekki eitthvað svona ?
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

sárið sem annar þeirra er með er jú svipað þessu bara aðeins dýpra og nýrra. Það er allt í "sóttkví" núna þar til þetta mál verður leyst :)
Af hverju ertu annars að losa þig við þína óskaradurga?
Post Reply