Um hegðun fiska

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Um hegðun fiska

Post by Rodor »

Sumir fiskar hjá mér synda oft upp og niður í sífellu. Ég er að velta því fyrir mér hvort þessi hegðun sé hjá hængum sem eru að leita sér að hrygnu.
Þessi hugmynd kom upp í hugann í kvöld þegar ég sá Borleyi hænginn hegða sér svona í fyrsta skipti. Hrygnan drapst nefnilega í dag. Ég minnist þess ekki að mínir fiskar hafi synt svona þegar bæði kynin hafa verið í saman í búri. Ég er með tvær Red Zebra síkliður, sem aldrei hafa hrygnt og reikna ég með að þetta séu tveir hængar. Þeir hafa hvor um sig oft synt svona upp og niður í sífellu.
Hvað segið þið hin um þetta?
User avatar
Jenni
Posts: 67
Joined: 12 Aug 2007, 20:36

Re: Um hegðun fiska

Post by Jenni »

HUgsa a' þau séu bara að leita að stað til að hrygna. En t.d. gullfiskarnir mínir þeir fara alltaf niður á botn og éta steinan og spíta þeim svo aftur út úr sér.

Gullfiskar eru svó ógáfaðir að þeir halda sennilegast að þetta sé matur eða eithvað slíkt.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gullfiskarnir eru greinilega gáfaðri en þú Jenni, margir fiskar gera þetta, þeir taka upp í sig smá steina og skrapa af þeim þörung og smádýr en spíta svo steinunum aftur.
Post Reply