Þarf ég að hafa hitara hjá seiðum? er að spá í að fara rækta seiði en þarf að vita hvort ég þurfi að hafa hitara hjá þeim og hversu lengi þau þrfa að vera aðskilin frá hinum fiskunum ? og þarf að vera gróður og dæla i búrinu?
Hitari og einhver dæla (loftdæla hentar vel) þurfa að vera í seiðabúrum svo seiðin vaxi og dafni.
Hvað seiðin þurfa að vera aðskilin frá hinum fiskunum er ansi misjafnt eftir fiskum og aðstæðum í búrinu, best er að hafa seiðin sem lengst í góðum aðstæðum í sér búri, þannig stækka þau mest.