Eldsalamandra (Salamandra salamandra)

Hér er fjallað um öll dýr önnur en fiska

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Eldsalamandra (Salamandra salamandra)

Post by Karen »

Hvað þarf Eldsalmandra stórt búr??
Er 28L nóg eða er það of lítið??
Mig langar svo í þessa möndru og mig langar að vita meira um hana :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

28 lítrar ættu að duga vel fyrir 1 stk.
Ég veit lítið um þessar skepnur en að salamöndrur eru að mínu mati auðveldustu gæludýr sem hugsast geta.
Það er talað um að þær þoli illa hita yfir 22° en reyndar er mín reynsla að þær virðist hafa það nokkuð sæmilegt í hærri hita ef hitastigið er stöðugt.

Á Trítlu spjallinu er mjög góð grein um kambsalamöndrur og ekki ólíklegt að margt í umhirðu sé svipað með þessum tegundum.
http://www.tritla.is/forum/viewtopic.php?t=8557
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok en hvað á svona salamandra að kosta veistu það?
Og fáið þið hana einhvern tímann í Fiskabúr.is??
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Ertu ekki að tala um Landsalamöndru?

Ef svo er þá þarf hún góðan hita, mold sem undirlag og aðgang að vatni.

Þær þurfa einnig mikinn raka.

Þær eru soldið erfiðar í fóðrun og þurfa að fá lifandi fóður helst og nokkuð fjölbreytt.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

ok en hvernig held ég þá rakanum??
og hvernig fóður borða þær (hvað þá)??
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ahh, ég hugsaði ekki titilinn til enda, hélt að þú værir enn að tala um þessa fire-belly salamöndru.
Salamandra-salamndra er landsalamandra og þú ætti að finna einhverjar upplýsingar með að googla nafnið, mín reynsala af þessum skepnum eftir að hafa haft tvær í umhirðu í nokkra mánuði að þetta séu með leiðinlegri gæludýrum sem finnast, þær húka bara undir moldinni og eru oft einstaklega matvandar.

Þetta á svo betur heima í umræðunni um önnur dýr.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

óó en þessi fire bellied newt má halda á þeim ??
en hvað borða þær??
:D
Langaði vita um þær líka hehe :wink:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ekki mælt með að halda á salamöndrum þar sem ýmis efni úr húðinni hjá okkur, sápa osf. fara illa í þessi dýr.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok skil :)
Takk takk! :D
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Dýragardurinn wrote:Ertu ekki að tala um Landsalamöndru?

Ef svo er þá þarf hún góðan hita, mold sem undirlag og aðgang að vatni.
Fæstar landsalamöndrur þurfa mikinn hita, en það er
rétt sem Vargur nefndi að salamandra salamandra þolir illa hita yfir 22°C
Geta fengið hitastress og hætta þá alveg að nærast, hef séð dæmi um það.
Margir erlendis eru eimitt með kæliviftur til að kæla búrin niður á heitum sumardögum,
við á Íslandi ættum ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því :)

Þessi tiltekna landsalamandra er evrópsk og til eru nokkur afbrigði af henni,
þá eru afbrigðin skráð sem þriðja latenska heitið og er sá hluti yfirleitt háður
nákvæmum uppruna salamöndrunar :) allar eru þær samt að grunni salamandra salamandra
en mis mikið gular á svörtu ;)

Mold er fín hjá þeim, einnig barnamosi (Spagnum) hann er sérstaklega rakadrægur
og þægilegt að hafa hann til að halda uppi raka. Flestar éta vel sé þeim gefið lifandi fóður,
mínar hafa sérstaklega gaman af lifandi krybbum og ánamöðkum,
en oft á veturnar verður fóðrið hjá mér nokkuð einhæft með næringar litlum
mjölormum, þá passa ég mig að velta þeim öðru hvoru upp úr kalki og vítamíni :)

Image

Þetta er frábær salamöndru tegund og er hver og ein með sinn persónuleika,
ég flutti inn 5 stk í júní 2006 og var enginn þeirra eins, 3 kom ég fyrir annarstaðar
(samdi illa svona mörgum saman) tvær af þeim dóu líklegast úr hitastressi,
voru hafðar við glugga þar sem sólin skein beint á búrið um leið og fór að vora 2007.
Ég hélt eftir tveimur krílum sjálf sem virtist semja vel, önnur er mun opnari
persónuleiki en hin, kemur oft að skoða mann og betlar gjarnan mat með því að
koma sér fyrir í matardallinum og stara á mann :P
Mínar eru mikið á ferðinni árla kvölds en þessi dýr eru vanalega næturdýr og
fara ekki á stjá fyrr en almennilegt myrkur er komið, það hafa 3 af þessum 5
sem ég tók með mér frá DK ekki sýnt og eru mikið á ferðinni á daginn og kvöldinn :)


Fire-Belly newt hinsvegar borðar oft þurrmat, sumir einstaklingar svelta sig
hinsvegar þar til þeir fá eitthvað lifandi, þær eru gjarnan hafðar í búrum með
miklu vatni og landi svo til hálfs :)

Image
Image
Image
Image
Image
Post Reply