Discus - LOKSINS :)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvað með ancistur eða plegga í þörunginn og bótíur i sniglana, er það kannski ekki æskilegt í diskusabúr ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ankistrur og pleggar eru þekktir fyrir að leggjast á diskusa og sjúga af þeim slímhúðina...


Oto eru taldir henta vel með diskusum - þeir eru til í dýragarðinum veit ég. Þeir eru þrælduglegar þörungaætur og skemmtilegir. Þeir éta meiraðsegja eitthvað af hárþörungi, en SAE eru þó bestir í þeim efnum. Veit ekki alveg hvernig SAE henta með diskusum samt, en það ætti þó að vera í lagi.


Með sniglana þá myndi ég mæla með trúðabótíum - þær henta ágætlega með diskusum og eru skemmtilegar :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Takk báðir - mig grunaði þetta með Ancistrurnar og Pleggana .. ætla að tékka á Trúða bótíu & SAE eða Ota :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

SAE eiga að vera fínir með diskusum, svo lengi sem að búrið er ekki mjög opið, þ.e.a.s. slatti sé af plöntum rótum o.s.fv. þar sem SAE-arnir geta verið soldið aktívir og það gæti mögulega stressað diskusana.
Ef þörungavandinn er ekki slæmur, þá henta otoar e.t.v. betur.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Gaman væri nú að fara að fá update frá þér Kristín :wink:
Og myndir fyrir okkur myndglöðu :)
Gengur ekki annars allt vel ??
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Update...

Post by Kristín F. »

Er nú orðin töluvert afslappaðri með Discusana :lol:
-þeir fá nú barasta heitt&kallt vatn beint úr blöndunartækinu við vatnaskipti og láta sér fátt um finnast ... gróðurinn vex eins og arfi - en því miður vex hárþörungur einnig of vel :roll:

Nú eru komnir nokkrir nýjir íbúar; tveir Turquise Red, einn Pigeon Blood og einn White Head Red ... Diamond Blue hefur fækkað úr 8 í 4, tveir frömdu sjálfsmorð en aðrir tveir vesluðust upp geyin þrátt fyrir að ég reyndi allt, setti þá t.o.m. í saltvatn í heila viku í sjúkrabúrinu en allt kom fyrir ekki.
En það hefur enginn fiskur drepist í næstum 2 mánuði, þannig að mér sýnist vera komið jafnvægi á búrið.

Nú eru í búrinu;
8 Discus
1 Corydoras
1 Brúnn Kuhli Áll
1 Zebra Botia
3 SAE (Siamese Algae Eater)
3 OTO
89032 Helv.. Sniglar
...og 2 Demanta Síkliður sem enduðu með þeim "fyrir slysni" :roll:
-en nú er liðinn mánuður frá því að Demantarnir fóru í búrið og það gengur vel, reyndar finnst mér að ég þurfi að taka Demantana aftur, svona eins og þeir "passi ekki með" ;)

Nokkrar myndir; (muna - ég er ekki 1. flokks ljósmyndari)
-tók myndirnar án flass-

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mikið er þetta fallegt búr hjá þér og fallegir fiskar.
Ertu búin að vera lengi með bótíuna? Þær eru nefnilega oftast iðnar við sniglana.

Eru þetta venjulegar búrperur sem þú ert með, mér finnst litirnir koma svo vel fram.
Last edited by Ásta on 05 Feb 2008, 10:14, edited 1 time in total.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Geðveikt flott búr, og geeeðveikir diskusar :D *sleeeeeeeef*

:D
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Hrikalega glæsilegt hjá þér.
En mikið samhryggist ég þér með þessi afföll en þessir nýju eru flottir.
Og voðalega vorkenni ég þér í snilgabaráttunni úffff
Þetta er sko enginn slor Tebolli :wink:
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

ofboðslega flott hjá þér!
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Fínt hjá þér búrið þú ert sé ég að basla við sama þörungar he...... og ég, ferlega pirrandi það.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Takk kærlega .. perurnar eru fjórar, Daylight fremst og aftast og gróðurperur í miðið.

Líklega fóðra ég greyin of vel, allavega sjá þörunga- og sniglaætur enga sérstaka ástæðu til að gúffa í sig soranum þegar öndvegis fóður er í boði :oops:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

vá svakalega flottir diskusar :D en leitt með sniglana :(
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Gullfallegt búr hjá þér! leitt með þennan sem framdi sjálfsmorð. :?

Svo gaman að sjá allar þessar Diskusamyndir hérna á spjallinu, þetta eru svo fallegir fiskar!
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Hvernig gengur svo með discusana ? Ég er sjálfur að fá nokkra á sunnudaginn frá umræddum Guðmundi - sem ég fór og hitti og sá hvað hann er að gera með discusana sína...sem er allveg magnað.
Hann er búinn að kveikja endanlegan áhuga hjá mér á því að fara í discusana - ég er búinn að ýta því á undan mér....en nú læt ég slag standa og hlakka mikið til...
Post Reply