Ha ha, já menn þurfa nú ekki mikið að fylgjast með hér á spjallinu til að kveikja á hver á hvaða mynd. Það detta nú samt stundum inn myndir sem koma á óvart.
Ég sakna fleiri ljósmyndara í keppninni. Eru þeir sem eru með P/S vélar hættir að taka þátt?
Ef svo er þá þurfum við kannski að hafa tvo flokka.
Það er spurning hvort þú gerir könnun á því hvort fólk vill tvo flokka Vargur?
Rodor wrote:Ég sakna fleiri ljósmyndara í keppninni. Eru þeir sem eru með P/S vélar hættir að taka þátt?
Ef svo er þá þurfum við kannski að hafa tvo flokka.
Það er spurning hvort þú gerir könnun á því hvort fólk vill tvo flokka Vargur?
Ég held að það séu bara svo fáir eftir með p/s vélar.
ég var að pæla hvort það væri ekki betra að fólk tjái sig um hvað það kaus eftir að úrslit eru ljós því að þetta getur skemmt fyrir í kosningum.... sumir eru mjög áhrifgjarnir, ég sá nefnilega að þeir á ljósmyndakeppni.is eru orðnir þreyttir á þessu
p.s. þetta er ekkert persónulegt skot á þig Guðjón, meira svona pæling.
Já, ég sé ekki alveg tilganginn við það að tjá sig um myndir meðan á kosningu stendur, né það að segja hvað maður kaus. Nema menn séu að reyna að hafa áhrif á kosninguna. Ég er nú svo skrítinn að ég segi ekki einu sinni frá því hvað ég kaus, fyrir utan fyrsta skipti þegar ég kaus mína mynd
Ég ætla ekki að segja frá því í framtíðinni. Tek kannski þátt í umræðum um vinningsmyndir.
Ég á snigilinn og sú mynd er nú bara tekin á venjulega heimilismyndavél.
Mig dauðlangar í almennilega myndavél svo maður geti náð fleiri úrvalsmyndum, það hjálpar með snigilinn að hann er mikið betri fyrirsæta heldur en fiskar