Upplýsingar um flutning.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Upplýsingar um flutning.

Post by Mr. Skúli »

Jæja þá er ég að fara að flytja í bæinn og er nú að spá hvernig ég flytji búrið.
Mér langar að setja þá bara beint í stærra búr en ég held að ég haf ibara ekki nægann tíma. (hvað er að frétta af hurðinni hjá þér Vargur?)
Ég er að fara að flytja þetta allt í hfj úr Grindavík og á bara eitt búr.
Vantar upplýsingar fljótt!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kíktu bara á mig í búðina, hurðin er í Hafnarfirði.

Ég veit eiginlega ekki alveg hvaða ráð þig vantar. Ef þú ért að fara að flytja búrið og fiskana þá tæmir þú búrið og setur fiskana í poka eða fötu og flytur, setur svo vatn í búrið á nýja staðnum og fiskana í búrið.
Mjög einfalt. :D
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

passar bara að þrífa ekki neitt og og svamparnir í dælunum þorni ekki eða hitastigið falli því þá deyja bakteríurnar eins ef það er ekki gegnum streymi í dælunum . . hafa nýja vatnið sem næst réttu hitastigi , verður að blanda með heitu vatni, ef fiskarnir þurfa að biða lengi í fötunum í nýja staðnum gæti verið gott að setja loftstein í fötuna og passar enn og aftur að hitastigið falli ekki mikið . . en umfram allt ekki stressast mikið þá gerast mistökin .

mæli líka með því að þú sveltir fiskana í allavega sólarhring áður en þú setur þá í fötuna þá eru þeir ekki að kúka í dolluna og þá helst vatnið hreinna . . og nota sem mest af gamla vatninu . . .

var ég búinn að nefna þetta með hitastigið ? ?

gangi þér vel .
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég flutti fiska í sumar að vestan og kom með þá í fötum, gekk mjög vel.
Sennilega hafa þeir verið í fötunum í ca. 5 tíma.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Vargur í kem líklegast á morgun;)

takk fyrir svörin.. ég þarf aðeins að hugsa þetta.. kannski flyt ég fiskana seinna eða eitthvað.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Passaðu þig að ef þú flytur búrið frosti, að lofa því að standa í svona einn dag í stofuhita áður en þú ferð að hella vatni í það.
Post Reply