Ég keypti skala í dag, og þegar ég kom heim og var búin að setja hann í búrið þá tók ég eftir því að "lokið" sem er fyrir tálknunum var rifið af og sést bara í tálknin fyrir innan, lítur hrikalega út. Svo fór ég að skoða pokann sem hann var í og þar er einhver bútur af honum, getur svona lok farið af mjög auðveldlega eða var þetta eitthvað laust fyrir?
Var líka að spá hvort að hann væri bara dauðadæmdur eða hvort að það geti vaxið nýtt skinn þarna yfir hjá honum.
Kem kannski með myndir á eftir ef að ég næ mynd af þessu
Fiskar lifa þetta yfirleitt af en tálknin eru þó óvarin og það er alls óvíst með hvort þetta vaxi aftur.
Það er ólíklegt að tálknlokið hafi bara dottið af í pokanum. Þetta er sennilega eftir árás frá öðrum fisk eða jafnvel fæðingagalli.
En ef að þetta væri fæðingargalli hefði þetta þá ekki alltaf verið svona eða? Það getur ekki verið það því að ég fann lokið í pokanum sem hann kom í, eða það er allavega eitthvað af fisknum í pokanum
En sé bara hvort að hann lifi ekki alveg ágætlega. En þarf ég að setja eitthvað græðandi í búrið eða eitthvað, eða grær þetta ekki bara að sjálfu sér, þar sem að sárið er örugglega opið þar sem að þetta rifnaði.
Jæja núna var ég að taka eftir einu nýju með fiskinn. Þegar hann er að borða þá borðar hann en svo kemur þetta allt út um tálknin (báðu megin) svona eins og snjókoma. Þannig að ég held að varla neitt komist ofan í magann Hvað gæti þetta eiginlega verið?
Vargur wrote:Þetta er algengur sóðaskapur hjá mörgum sikliðum
En er þetta þá eðlilegt, hinn gerir þetta ekki (sem er með tálknin heil) kemst semsagt eitthvað ofan í magann af þessu sem hann borðar? Er hrædd um að hann fái ekki nóg að éta ef að hann skilar þessu öllu út í snjókomu hehe