nebbalingur og 500 ltr oscarsbúr.

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

einhver sérpöntun í gangi ??
hvað þá ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nei bara blessaði brúni liturinn á 300 l búrunum tveimum sem ég bíð eftir, það var ekki byrjað að framleiða hann á búrum stærri en 240 l fyrr en núna í desember.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

ok . hélt kannski að þú værir að fara að láta betrekka einn veggin í stofunni með búrum ,,,effekt line . . .
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég skal losa þig við þessa fiska nebbi, sérstaklega hvíta Óskarinn, er búinn að bíða lengi eftir stórum hvítum. Get líka tekið hina fiskana ef enginn annar hefur áhuga. :)
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

1 meeka kall farinn og 3 niqaraguense. .
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Jæja Óli þá eru þeir komnir ofani
og bara allt i góðu núna,salvini var með einhvern uppsteyt i smá tima en núna er allt fallið i dúnalogn.
En þeir eru enn að jafna sig eftir rúntinn til kef.

Kv Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

flott mál nafni . .

lutinó óskar farinn líka .. það grynnkar hratt í búrinu og er það hálf litlaust og sannkallaður latibær. . . lítið sem ekkert að gerast :) sem er ágætt .

vill hafa ró og næði fyrir pörin sem eftir eru , verður gaman að sjá hvort að hrygningar fari að ganga betur ...

bætti samt við albino kribba og albino rauðuggahákarli í dag. .

ég hef átt kribba frá upphafi fiskadellunnar sem eru nokkur mörg ár . ein af mínum uppáhalds tegundum ,svona míní convictar . .
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

jæja bóndadagur í dag og konan kom mér vel á óvart með því að koma færandi hendi heim (hún hefur hingað til ekki sýnt þessu áhugamáli neinn áhuga).
í pokanum voru 4x litlar Vieja synspilum eða rauðhausar á íslensku . .

hér er mynd af af fullvöxnu pari þó ekki í minni eign. .
Image

og svo einhver blóm ? ? ? hvað á maður að gera við þau ?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

uss, þeir verða glæsilegir og eru ekki síðri þegar að þeir eru ungir, má ég spyrja hvar þið fenguð þá?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

við fjölskyldan fórum í fiskó um dagin og þá rak ég augun í þessar gersemar . . . vildi samt ekki taka þær þar sem búrið er heldur lítið fyrir fleiri hnullunga . . . nú verður maður að fá sér stærra búr :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

og svo einhver blóm ? ? ? hvað á maður að gera við þau ?
...fínt grænfóður. :D
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

ég er farinn að hlakka til að sjá svona heildarmyndar...uhh... mynd af búrinu þínu eins og það er orðið þessa dagana.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sammála Birki..... og hvað ertu með í búrinu í dag? Þú ert búinn að vera að hringla eitthvað í þessu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Birkir wrote:ég er farinn að hlakka til að sjá svona heildarmyndar...uhh... mynd af búrinu þínu eins og það er orðið þessa dagana.
hmm hefur þú kíkt að blaðsíðuna á undan ??

en það er ekkert augnayndi þessa dagana , , , , búrið sko .

maður er búinn að græja sér pool sand-málningu á skápinn - búinn að þurrka ræturnar sem voru kafloðnar af skeggþörung og alltaf á leiðinni að laga til í því en en en búrið er ennþá bara hrátt . . . allt löðrandi í valinsneru og hrognafullum fiskum .
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Meiriháttar fiskar!!

Ég keypti 3 svona fiska einmitt í Fiskó rétt fyrir jól. Þeir dafna mjög vel og vaxa hratt, það er jafnvel farið að glitta aðeins í þessa flottu liti sem þeir fá síðar. Þeir troða sig alveg út af mat við hverja gjöf og standa svo á blístri með stóra kúlu á maganum, þannig að það er ekki skrítið að þeir vaxi hratt.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Sæll Óli.
Hverni gengur fiskunum að hrygna eftir að það fækkaði i búrinu ?
Fiskarnir þinir fyrrverandi lifa lúxus lifi hérna hjá mér,hakka i sig rækju og annað góðgæti daglega :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

já þetta er ferlega flottir fiskar og borða einsog það sé enginn morgundagurinn , eru mikið gefnir fyrir grænfóður og hika ekki við að kroppa í plönturnar .

súkkulaði síkliðurnar eru að snyrta steininn sinn svo það er spurning hvort að maður hjálpi þeim aðeins og taki góð vatnaskipti og kæli búrið aðeins , virkaði fínt síðast þegar þeir hrygndu en þá setti ég ekki hitaran í samband eftir vatnaskipti og öll pörin í búrinu hrygndu . vatnið var í 22 gráðum í ca 5 daga . . eða þangað til ég skipti aftur um vatn .

fór í dýragarðinn í dag og fékk 2 gerðir af plöntum , risavalinsneru og burkna.

gott að heyra með fiskana nafni ég vissi að þeir yrðu í góðum höndum hjá þér .
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

ég hef aldrei heyrt um þessa vatnskælingarpælingu áður. áhugavert.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Birkir wrote:ég hef aldrei heyrt um þessa vatnskælingarpælingu áður. áhugavert.
fiskarnir í stóramazonsvæðinu hrygna í byrjun rigningartímans þá kólnar vatnið og eykst. þetta er ennþá í genunum .

það var gaman að koma heim í dag og sjá að súkkulaðisíkliðurnar höfðu hrygnt hjálparlaust vel rauðum hrognum . . . nokkuð flott. vona að ég finni myndavelina svo ég nái myndum til að sýna ykkur. .

kíkti við í fiskabur.is á heimleiðinni , alltaf jafn gaman að koma þangað ein allra skemmtilegasta fiskabúðin , ! . sá þarna litlar amerískar síkliður sem gaman væri að eiga einsog spilurum og Herotilapia multispinosa væri til í að eiga eitt búr með þeim og Archocentrus sajica , litfagrir hressir smáfiskar.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

súkkulaðisíkliðurnar með hrogn
Image
Image

og svo ein af synspilum
Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

mikið svakalega er hrognin rauð :shock: hefði aldrei dottið þetta í hug
Mér finnst súkkulaði síkliðurnar alltaf jafn flottar hjá þér
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Glæsilegt :D
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

nebbi wrote: sá þarna litlar amerískar síkliður sem gaman væri að eiga einsog spilurum og Herotilapia multispinosa væri til í að eiga eitt búr með þeim og Archocentrus sajica , litfagrir hressir smáfiskar.
flokkast þessar síkliður til dvergsíkliðna?

En hrognin dreng, þvílíkur litur á þessu.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Nei, þær flokkast ekki undir dvergsíkliður
þær verða mun minni

http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... myndir.htm
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvernig gengur hjá súkkulaðinu, eru þau góðir foreldrar ?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

útlitið var nú ekki gott í morgun , mikið af hvítu, hrognum í hrúgunni . en þegar ég kom heim (fyrir 7 mín) þá voru komnar fullt af litlum lirfum í holu við hliðina , svo nú er bara að bíða og sjá hvað verður. .
spurning um að skutla upp seiða búri?
Last edited by Hrappur on 25 Jan 2007, 20:03, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er það ekki bara málið og hella sér í smá seyðauppeldi.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

allt fint að frétta af lirfum og foreldrum . . .

ma&pa að þvælast með lirfurnar um búrið ?? ?? og verja þau af miklum mætti , mörgum sem langar að smakka. .
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Settir þú upp seiðabúr? :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Ólafur wrote:Settir þú upp seiðabúr? :)
nei ekki ennþá . . langar að þær geri þetta sjálfar. .

ef maður hjálpar mikið til þá er hættan að það komist of mörg seiði á legg og það er ekki ákjósanlegt að sitja uppi með 500 súkkulaði síkliður. . maður gæti kannski losað 20-30 í dýrabúðirnar ...

en þetta rífur alveg upp hjá manni áhugann og er virkilega gaman að fylgjast með þessum elskum.

ætli maður hendi ekki nokkrum blómapottum í búrið á morgun fyrir firemouth til að hrygna í . . .

ég er búinn að vera svo móðgaður út í búrið undanfarið vegna skeggþörungsins að ég hef látið útlitið í búrinu dala töluvert. passa samt upp á vatnsgæðin og þá aðallega nitratið.
en er samt að berjast við hann .
lækkaði hitann í 24 c
minnkaði fóðurgjafir
fækkaði fiskum ( en svo bættust reyndar 4 ungfiskar við)
setti fosfateyði i eina dæluna
minnkaði ljósatíman og skipti honum upp
og skipti út duglega af vatni ,,,nema hef reyndar ekki skipt út siðan súkkurnar hrygndu . . .
Post Reply