Ég er í orðinn hrikalega veikur fyrir því að fá mér pírana. Þá aðallega vegna fegurðar og svo spilar líka inní grimmdin og að það sé hægt að gefa þeim rækjur

Ég er búinn að vera lesa um þá hérna og margir segja að þeir þurfa að vera margir saman, helst 6 eða fleiri og í RISASTÓRU búri.
Mér langar í 3 stykki, og kaupa þá eins litla og hægt er því ekki er nú leiðinlegt að vera með þeim frá upphafi og sjá þá vaxa úr grasi.
Mér langar að spyrja, ef einhver sem vit hefur er svo vænn að svara mér, nokkurru spuringa:
Hvað þarf ég stórt búr fyrir 3?
Er hægt að byrja á minna búri og svo stækka búrið þegar þeir hafa náð ákveðinni stærð?
Er 120 L búr nóg (þá allavega til að byrja með, þar til þeir ná kannski, jah, 10 - 15 cm. )
Eru 3 pírana nógu margir til að hafa saman?
Takka fyrir mig, og vona eftir góðum svörum
