Mig langar til að óska Vigdísi og Sveini til hamingju en þau hafa keypt og tekið við rekstri Gæludýraverslunarinnar Trítlu.
Fyrir þá sem ekki vita er verslunin staðsett að Nethyl 2 og er þar gott úrval af hunda- og kattavörum auk ýmissa hluta sem ég kann ekki að nefna fyrir fugla, nagdýr og svo er fiskahorn sem á eftir að taka í gegn.
Vá takk fyrir óskirnar
Segir sér sjálft að það er búið að vera
mikið að gera hjá okkur að ég missti alveg
af þessum þráð
Betra er seint en aldrei, takk fyrir kveðjurnar
P.s. jú verðum áfram með fiska, erum hægt og
rólega að bæta þá aðstöðu
Innilega til hamingju með búðina Vigdís mín!
Ég hef alltaf haldið tryggð við þessa búð.. alveg síðan ég byrjaði í fiskasullinu og hundavitleysunni
( Heppin ég að ég er í nágrenninu )