valdataka í búrinu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudnyzak
Posts: 5
Joined: 19 Nov 2007, 22:05

valdataka í búrinu

Post by Gudnyzak »

Gurami karlinn er búinn að éta nánast allan sporðinn af Gurami gellunni, hann ræðst á alla í búrinu og rekur þá í burtu, hann er á fullu að reyna að búa til einhverskonar froðuslím á yfirborðinu og Gurami gellan er mjög feit.

Getiði sagt mér eitthvað hvað þetta þýðir og hvort að það sé eitthvað sem ég get gert til að aðstoða hann/hana ef að hún er full af "fiskum" ?

Á maður kanski bara að fjarlægja þennan ofbeldishneigða Gurami karl?

Heyrði einhvers staðar að ákveðnar plöntur sem fljóta á yfirborðinu sé nauðsynlegt fyrir fjölgun Gurami, er eitthvað til í því?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

karlinn er að búa til hreiður.
Þegar það er tilbúið tekur hann sennilega kerlu í sátt, best er að geyma kerluna í öðru búri eða flotbúri þangað til karlinn er klár með hreiðrið.
Post Reply