Prufaðu að fara til MEST á höfuðborgarsvæðinu og þar geturðu fengið alla regnbogansa liti af steinum í fínni stærð fyrir fiskabúr. Þeir selja 25kg poka á ca. 500 kr. en ég fór þar um daginn og fékk hvít/beisaða steinamöl frítt þar sem ég tók opin poka. Ætli þetta hafi ekki verið svona 18-20 kg sem ég fékk frítt.
Það er í lagi að nota flestalla möl eða steina í fiskabúr, það þarf ekki að vera mynd af fisk á pokanum.
Þó er ágætt að kynna sér hvaða bergtegund er um að ræða því sum möl getur haft áhrif á hörku og sýrustig í vatninu og ágætt að kanna það ef ætlunin er að vera með viðkvæma fiska.
ég er með gubby, zebra danio, venusa fiska, zebra bótíu (eftir sniglapláu) kradinála tetrur
ég var að skoða svona síður með myndum af gg flottum búrum og ef maður notar svona hvíta möl þá lítur það eins og svona vatnspollur koma gg vel út mér langaði að prófa það
Já eins og Vargur sagði þá er í lagi að nota flesta möl í fiskabúr, bara að skola vel (ég skola yfirleitt með sjóðandi heitu vatni í gengnum vírnetsigti). ég er ekki viss um að þetta sé endilega notað í klæðningar á húsum en þó að það sé gert þá er mölin ekkert öðruvísi.
Ég veit tildæmis að það er í lagi líka að nota fínan skeljasand en það getur verið smá vinna við að þrífa hann!
Það er oft mjög falleg möl sem þeir nota til steiningar á húsum, og ef maður sér múrar vera að "steina" þá eru þeir yfirleitt búnir að búa til fallega blöndu úr þessari möl sem kæmi ábyggilega vel út í fiskabúrum ef maður hugsar útí það. Ábyggilega ekkert mál og koma með höldupoka og sníkja smá frá þeim