enn og aftur breytingar og spurning?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

enn og aftur breytingar og spurning?

Post by Agnes Helga »

Já, ég seldi yellow lab því ég varð að fækka smá í þessum búrum mínum og það klikkaði eitt í sambandi við búrið sem ég ætlaði að fá, ss þa stærra.


Ég fékk mér svo í staðinn kribbapar, hvað er karlinn lengi að komast í liti? hann er frekar ungur og ekki komin í almennilega liti held ég.

Svo fékk ég hi-fin bláan guppy karl með gula hliðar ugga, ekkert smá flottur! bláa kerlu undir hann og svo unga bláa kerlu eða allavega beri fyrir bláa geninu.

hehe, svo kíkti ég í ónefnda dýrabúð upp á gamanið.. Er gangverðið á fiðrildasíklíðum 1700 kr? :shock: Freekar óánægð með þjónustuna þarna, stelpurnar sem voru að vinna þarna vissu ekki neitt.. ég var að sp. um javamosa fyrir seiði.. hún spurði mig hvort ég væri að tala um kúluskít? Eða gotbúr? ég bara jii minn eini... keypti mérsamt eiga plöntu þarna sem mér leist vel á, eða svipuð þeirri sem ég er með.



Og hversu oft og mikið á að setja svona plöntunæringu í fljotandi formi í búrið? það er 60 L
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég skil aldrei af hverju fólk er að versla í búðum þar sem það er óánægt með þjónustuna. :?
Það sendir bara þau skilaboð að það sé í lagi að bjóða upp á lélega þjónustu.

Eru ekki leiðbeiningar með plöntunæringunni ?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Jú, bara 1 tsk á móti 20 L, en ekkert hversu oft t.d. í mánuði eða álíka.?


Ég lét alveg sjá á mér og heyra að mér þætti ekki í lagi að fólk sem er að vinna í dýrabúð vissi ekkert um dýr :evil:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

....en verslaðir samt.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

hæ agnes! vantar þig java mosa? held ég geti látið þig hafa smá samt ég er að drukna í mosa núna, sé ekki alla 3 sae fiskana né alla sniglana mína
láttu mig vita á pm ef þig vantar mosa
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Re: enn og aftur breytingar og spurning?

Post by Anna »

Agnes Helga wrote: Ég fékk mér svo í staðinn kribbapar, hvað er karlinn lengi að komast í liti? hann er frekar ungur og ekki komin í almennilega liti held ég.
Hvað er hann stór? Kribbakarlarnir eru frekar litlausir, minn fékk lit þegar kerlan kom til hans, smá rauða sliku á magann, og fjólublár þar fyrir aftan. Annars bara silfraður með svartri rönd. Minn er eiginlega alveg eins og þessi þegar kerlan og seyðin eru hjá honum. Minn er ca 8-10 cm langur. Kerlan er ekki nema max 3-4 cm.
Image
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hann er allavega mikið minni en 8-10 cm, sá sem seldi mér hann sagði mér a hann væri ungur og ætti eftir að komast í liti :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply