Aðstoð með bardagafiska.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Aðstoð með bardagafiska.

Post by pípó »

Getur einhver frætt mig um hvernig og hvað maður á að gera til fá þá til að hrygna,var að fá mér 1 karl og 2 kerlingar og er með þetta í 25 lítra búri, á að vera með hreinsidælu, loftdælu og hvaða hitastig ef þarf hitara,og á að hafa þær allar saman eða ekki,sem sagt mig vantar upplýsingar um allt í sambandi við þetta frá A til Ö.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Karlinn á eftir að byrja á að drepa báðar kerlingarnar fyrir þér. Bardagafiskar geta ekki verið saman í búri nema rétt til að hrygna.

Lestu þetta:
http://www.bettatalk.com/breeding_bettas.htm
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EymarE
Posts: 54
Joined: 05 Dec 2007, 11:28
Location: Grundarfjörður

Post by EymarE »

Er ekki í lagi að kafa einn karl, og kerlingar í sama búri?

Ég hef bara heyrt að það má ekki vera með fleiri en einn karl í búri?

Er það bara vitleysa?
Eymar Eyjólfsson
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það á að ganga að vera með einn kk og nokkrar kvk saman ef búrið er nægilega stórt og bíður upp á einhverja felustaði.
Reyndar sé ég engan tilgang í að setja kerlur með karlinum nema þegar um ræktun er að ræða.
Maren
Posts: 91
Joined: 03 May 2007, 20:11
Location: Hafnarfjörður/Reykjavík

Post by Maren »

Það eina sem ég veit um þetta er að það á helst ekki að vera loftdæla þar sem að það má ekki vera mikill straumur á yfirborðinu, það eyðileggur loftbóluhreiðrið. Í rauninni þarf ekki neitt nema hitara þar sem þessir fiskar geta lifað af verstu vatnsgæði því þeir ná í súrefnið frá yfirborðinu. Svo veit ég líka að það verður að vera lok á búrinu því þegar seiðin ná sér í loft þá má það ekki vera mikið kaldara en hitastigið í vatninu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Maren wrote:Það eina sem ég veit um þetta er að það á helst ekki að vera loftdæla þar sem að það má ekki vera mikill straumur á yfirborðinu, það eyðileggur loftbóluhreiðrið. Í rauninni þarf ekki neitt nema hitara þar sem þessir fiskar geta lifað af verstu vatnsgæði því þeir ná í súrefnið frá yfirborðinu. Svo veit ég líka að það verður að vera lok á búrinu því þegar seiðin ná sér í loft þá má það ekki vera mikið kaldara en hitastigið í vatninu.
Þetta er allt rétt og gott, og það þarf í rauninni ekki hitara einusinni. Bara autt búr, með 10-20cm vatn, flotplöntur kannski og svo lok. Svo tekur maður kerlinguna þegar þau eru búin að hrygna, og karlinn í burt þegar seiðin byrja að synda.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
hafið bláa hafið
Posts: 93
Joined: 04 Feb 2007, 15:27
Location: Reykjavík

Post by hafið bláa hafið »

Ég var alltaf að reyna að fá unga frá dverga gúramífiskunum mínum og mér var sagt að það væri mjög svipað að rækkta dvergagúramí og bardagafiska.

Maður hefur vattnið í 15 cm hæð og maður hefur hitan í 28 gráðum.
Maður lætur kallinn í og hann byrjar að gera hreyður svo þegar hann er búinn að því setur maður kelluna ofaní hjá honum. Hann kreistir hana svo en það getur samt drepið kelluna þannig að það væri gott að hafa auka búr til að hafa hana í til að jafna sig ef hún er nú ekki dauð.
Svo hugsar hann um eggin þar til að þau klekjast út og þá tekuru hann uppúr.

Þetta er bara í hausnum á mér svo ég man ekki allveg allt en það var einhvernvegin svona.
Post Reply