Veit ekki hvort þessi spurning eigi heima hér en spyr nú samt
Er ekki hægt að rækta einhverja litla fiska (t.d. gubbý) sem fóður fyrir fire bellied newt?
Mér finnst þetta vera siðferðisleg spurning og það er ekki hægt að segja
hvort að það sé rétt eða rangt að gera þetta. Auðvitað er þetta hægt, og
þú vissir það eflaust sjálf/ur þegar þú byrjaðir umræðuna.
Ég myndi persónulega ekki rækta fiska í þeim eina tilgangi að nota þá sem
fóður fyrir aðra fiska eða skriðdýr. Þannig að ef þú varst að leita eftir
samþykki fiskaspjallara þá er ég í það minnsta á móti.
Mér finnst samt fyndið að naggur skuli segja þetta sé hið besta mál miðað
við undirskriftina hans.
Ég er persónulega ekki á móti því að nota fiska sem fóður en það
má stilla því í hóf því að ekki er víst að sá fiskur sem fær þá sem fóður
fái öll næringarefni sem að hann þarf við þessa tilteknu fóðurgjöf...
Ok takk fyrir svörin!
En ég var bara svona að tékka hvað fólk myndi segja (ekki þannig að ég myndi endilega fara að rækta fiska sem fóður) en bara svona forvitnast
Að minni reynslu gengur froskdýrabúskapur oft verr
séu fiskar með þeim í búri (hvort sem fæði eður ei), fiskar virðast
mjög oft draga með sér snýkjudýr og gera froskdýrin slöpp,
það er líka eitthvað sem hægt væri að hafa í huga þegar maður
íhugar að rækta fiska sem fóður fyrir salamöndrur eða önnur froskdýr