Er í smá vandamálum - veit ekki alveg hvort það er sporðáta að herja á búrið eða hvort einhver íbúi þess notar sporðana til átu.
Búrið er tiltölulega ný uppsett ( fyrir jól ) http://fjallabyggd.com/spjall/viewtopic.php?t=162
Íbúarnir þegar þeir voru flestir samanstóðu af:
4 Kardinálum,
6 Gubby karlar
1 Zebra Bótíu
1 Corydoras
Kardinálarnri 4 gáfu fljótlega upp öndina úr hvítblettaveiki ( sá hana bara á þeim ) og 2 Guppy hafa fylgt þeim sá síðasti í fyrradag og sá ekkert á þeim nema þeir urðu litlausir og sporðurinn rytjulegur.
Skellti á sínum tíma Costapur í búrið þegar Kardinálarnir voru veikir.
Sé að allir á Gubbyunum er sporðurinn orðinn tætingslegur, finnst frekar eins og það sé búið að narta í þá en að það sé einhver áta í gangi en er ekki viss...
Getur verið að Bótían sé að fá sér snarl á milli mála ? - hef ekki staðið neinn að verki ennþá, virðist sem þetta gerist helst á næturnar.
Sporðáta eða sporður til átu
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact:
Sporðáta virðist vera orðin eitthvað tískufyrirbrigði, sérstaklega norðan heiða.
Ég tel líklegra að bótían sé sökudólgurinn því þær komast oft á bragðið af hægfara guppy körlum, gupparnir liggja á botninum á nóttinn og þá er bótian oft á ferðinni og nælir sér í bita.
Slæm vatnsskilirði geta einnig ýtt undir að sporðurinn tætist.
Best væri að fá sér hraðskreiðari guppykarla eða losa sig við bótíuna. Einnig getur gróður eins og td java mosi hjálpað því þá liggja gupparnir frekar í honum á nóttinni.
Ég tel líklegra að bótían sé sökudólgurinn því þær komast oft á bragðið af hægfara guppy körlum, gupparnir liggja á botninum á nóttinn og þá er bótian oft á ferðinni og nælir sér í bita.
Slæm vatnsskilirði geta einnig ýtt undir að sporðurinn tætist.
Best væri að fá sér hraðskreiðari guppykarla eða losa sig við bótíuna. Einnig getur gróður eins og td java mosi hjálpað því þá liggja gupparnir frekar í honum á nóttinni.