Ég fór að hugsa um þetta eftir að hafa horft á The Blue Planet (http://www.bbc.co.uk/nature/programmes/tv/blueplanet).
Þar var áhorfandinn fræddur um miður ógeðfeldar leiðir til að fanga skrautfiska. Aðeins voru sýnd dæmi með sjávarfiska (eins og eru fáanlegir hér í borg). Þar mátti sjá "veiðimenn" fanga fiskana með því að nota svæfingarvökva, líkt og notaður er til að svæfa sjúklinga og dýr, í miklu magna.... Til þess að spara fyrirhöfn og veiða sem flesta fiska í einu sprautuðu fangararnir efninu yfir heimkenni og felustaði fiskana, í raun yfir allt rifið og í sprungur þess, til þess að svæfa fiskana.
Fiskarnir vakna úr rotinu og virðast ferskir í marga mánuði eftir en inn í þeim flestum er að gerjast banvænir sjúkdómar. Kórallinn og heimkynni fiskanna þola þetta ekki og deyja. Það sem er hins vegar verst í þessu er að heimkynni fiskana deyja! Sem þýðir að fiskarnir hafa ekki umhverfi sem þarf til þess að fjölga sér og viðhalda stofninum. Þannig deyja fiskarnir út. Þetta er vægast sagt ógeðsleg tilhugsun og mikið ábyrgðarleysi af þveim aðilum sem nota sér þessa þjónustu til þess að síðan selja fiskana til verslana sem við svo mögulega verslum við (ATH ég er ekki að blammera búðir hérna, ég er bara að tala um mannfólkið almennt). Með því að versla vitandi eða óvitandi svona fiska þá erum við að fjármagna útrýmingu tegundanna sem við elskum svo mikið.
Ég fór því að spá, eru verslunareigendur hérna með það á hreinu hvernig fiskarnir sem þeir selja eru fangaðir?
Að gefnu tilefni þá vil ég að það sé á hreinu að ég er ekki að fara í einhverja krossferð hérna en sem dýravinur þá finnst mér sjálfsagt að við séum meðvituð um þetta sem og annað sem við teljum mikilvægt í lífinu.
Siðferði í fiskaviðskiptum
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þetta á eingöngu við um sjávarfiska
ferskvatnsfiskar eru flestir ræktaðir
það eru aðeins þessar dýrari og sjaldgæfari týpur sem eru veiddar og þá í net
ferskvatnsfiskar eru flestir ræktaðir
það eru aðeins þessar dýrari og sjaldgæfari týpur sem eru veiddar og þá í net
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
-
- Posts: 143
- Joined: 11 Dec 2006, 16:29
- Location: Dýragarðurinn
Flestir heildsalar á fiskum selja eingöngu handveidda fiska eða ræktaða.
Þeir merkja sérstaklega við pöntunarnr. sem þeir geta ábyrgst að sé handveitt . Og ég get alla vega sagt að við reynum að panta eingöngu fiska sem þeir ábyrgjast að séu handveiddir.
En í þessu eins og öðru leynast skúrkar sem segja að þeir séu handveiddir en eru það svo ekki.
Vanir menn eru fljótir að sjá hvort fiskurinn sé handveiddur eða veiddur með eitri.
Eitrið sem þeir nota oftast er blásýrublanda.
Þeir merkja sérstaklega við pöntunarnr. sem þeir geta ábyrgst að sé handveitt . Og ég get alla vega sagt að við reynum að panta eingöngu fiska sem þeir ábyrgjast að séu handveiddir.
En í þessu eins og öðru leynast skúrkar sem segja að þeir séu handveiddir en eru það svo ekki.
Vanir menn eru fljótir að sjá hvort fiskurinn sé handveiddur eða veiddur með eitri.
Eitrið sem þeir nota oftast er blásýrublanda.