Var að kaupa mér svona ryksugu til að þrífa sandinn með (ekki lifandi samt). Og er ekki viss hvernig hún virkar nákvæmlega, gleymdi nefnilega að spyrja í búðinni
Þetta er svona hólkur með slöngu. Set ég bara sand í hólkinn og læt hann renna niður í gegnum slönguna eða?
Nei, nei.
Þú setur hólkinn niður við botn og sýgur svo slönguna þangað til rennslið byrjar. Þú finnur fljótt hvernig þetta virkar en átt ekki að setja neitt inn í hólkinn.
Ég fékk sýju með mínum en nota hana aldrei.
Einmitt hélt ég hefði drukkið helmingin af vatninu í 300 lítra búrinu um daginn,var eitthvað annarshugar þegar ég var að fá rennslið af stað, djöfullinn hvað ég kúgaðist ógeðslega ójjjjjjjj.
Ég smakka oft vatnið ef ég er forvitinn um seltustigið eða ef fiskarnir eru eitthvað að hegða sér undarlega... Maður getur fundið bragðið ef það er eitthvað að - t.d. nítrat eða pH vesen eða eitthvað svoleiðis