Vantar Hjálp í sambandi við Johannii

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Vantar Hjálp í sambandi við Johannii

Post by Gremlin »

Málið er að ég er með þó nokkra Johanni og núna er ég að taka eftir að ein af elstu kerlunum mínum er að blása út og missa litinn og er næstum því alveg orðin hvít að lit og með virkilega útstæð augu og borðar nánast ekki neitt.
-------------
Ég hef enga hugmynd um vað gæti verið að kerlunni minni. Ef einhver gæti haft einhverja hugmynd um hvað gæti verið á seiði þá væri gott að vita það og fá einhver ráð við þessu.

:hákarl: Takk fyrir mig.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Dropsy, bakteríusýking, bloat td. jafnvel ásamt einhverju fleira.
Ég mundi senda hana í ferðalag með Gustavsberg ef þú getur ekki sett hana í einangrun því hún verður sennilega fljótt drepin af búrfélögunum og allur er varinn góður ef þetta er smitsjúkdómur.
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Jæja ég á nú gamalt heimasmíðað búr sem ég get sett upp og tekið hana frá og séð hvað verður. Hún er annars aðeins sprækari en í gær en ég tek enga sénsa á þessu.
--------------
Svo svona til gamans að láta fylgja hérna með að ég er með 2 KK Johannii Unglinga og nokkrar kvk Johannii Gelgjur sem gætu alveg þegið nýja eigendur. Gamli karlinn er alveg að gefast upp á unglingunum í búrinu og passar kerlurnar sínar fyrir ungviðinu.
-------------
Ef einhverjum Langar í unga og spræka Johannii þá endilega bara láta heyra í sér ég hef hvort sem er lítið sem ekkert pláss fyrir alla þessa unglinga.
:rífast: Eftir smá tíma verður þetta eflaust daglegt líf hjá gamla karlinum að reyna verja svæði sitt og kerlur sínar.
biggihb
Posts: 222
Joined: 08 Oct 2006, 18:04
Location: kópavogur
Contact:

Post by biggihb »

Ég mundi nú bíða með að láta frá mér fiska í smá tíma og athuga hvort að þessi veiki herji á hina fiskana væri ansi leiðinlegt fyrir þig að láta einhvern fá fiska og síkja búrið hjá þeim aðila.
Bara vel meint :wink:
Lífið er ekki bara salltfiskur
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Já ég vissi vel að þetta var vel meint og ég er búinn að aðskilja kerluna frá og setja í sér búr. Ég fylgjist vel með öllum hinum og þeim farnast vel og hafa hvergi nærri misst matarlystina og dafna fram úr öllu.
--------------
Ég er nú bara þannig að þegar ég sé eitthvað eins og þetta sem kom uppá þá spyr ég strax og tek veika eða veikann fisk strax frá og fylgjist vel með öllum hinum líka.
--------------
Það sakar samt ekki að segja frá að maður sé með eitthvað af unglingum sem gætu þegið ný heimkynni.
Post Reply