Opið gróðurbúr

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Finnur
Posts: 12
Joined: 13 Dec 2007, 20:46
Location: Reykjavík

Opið gróðurbúr

Post by Finnur »

Er að hugsa um að setja upp c.a. 70L gróðurbúr.
Fann ansi flott ljós á netinu sem ég er að spá í að panta mér sem situr c.a. 10 cm yfir búrinu þ.a. búrið er í rauninni ekki með loki.
Planið var að nota DIY CO2, haldiði að CO2 gufi hraðar upp úr búrinu ef það er ekkert lok? Er eitthvað annað sem þið sjáið gegn því að hafa búrið opið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loklaust búr ætti ekki að breyta neinu eða litlu í sambandi við co2.
Bjarminn frá ljósinu á loklausum búrum fer í taugarnar á mér en að öðru leiti eru ókostirnir fáir og lítilvægir, einna helst uppgufun, fiskar geta hoppað upp úr, sull í börnum og öðrum gæludýrum osf.
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

jamm það er best að hafa lok ef þú er með t.d kött :!:
Kötturinn minn drakk úr gamla fiskabúrinu mínu af því það var ekki lok á þvi þótt að það væri nóg vatn í skálinni :lol:
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég plana að hafa opið gróðurbúr í framtíðinni, mjög flott að hafa rætur sem ná alveg upp úr vatninu. Vonandi fáum við að fylgjast með þessu hjá þér.

Hvernig ljós eru þetta annars sem þú ert að velta fyrir þér?
Ef þetta eru sterk ljós, þá verður ekki nóg fyrir þig að vera með DYI kolsýru. Það mundi allt fyllast af þörugni hjá þér ef að lýsingin er mikil og kolsýran lítil.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

eredda finnur skrautfiskur?
Finnur
Posts: 12
Joined: 13 Dec 2007, 20:46
Location: Reykjavík

Post by Finnur »

Jamm, kenndur við Skrautfisk.
Er ekki búinn að vera með búr í nokkur ár en ætla að byrja aftur og prufa gróður, hef aldrei verið með gróðurbúr af neinu viti.
Er reyndar að gugna á að hafa búrið loklaust þó það væri flott.
Planið núna er að kaupa tilbúið 56 lítra búr, rífa ljósið og dæluna úr og festa 2-3x 24w T5 perur í staðinn. Er ég þá ekki vel settur með ljósmagn?

Sven, hvar fékkst þú T5 endastykkin þín og ballestirnar?
Eru allir að nota fiskabúra-gróðurperur eða hafið þið prófað "venjulegar" Daylight perur?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ég pantaði þetta að utan, nota ekki sértaklega fiskabúraperur, er reyndar með með 2 plöntuperur, en nota síðan blöndu af 6500K og 10000K perum sem eiga ekki að vera neitt síðri, allavega held ég að þessar rándýru spes-gróðurperur séu ekki það mikið betri en hinar að það borgi sig að nota þær.

Ég held reyndar að 3 24W T5 gætu verið frekar mikið ljósmagn í 56 lítra búr, nema að þú verðir með gott flæði af co2.

Ballestin er Fulham Workhorse (www.fulham.com), sem ég mæli eindregið með, ein ballest keyrir 3 perur hjá mér. Fann þetta reyndar bara í 110V, þannig að ég þarf að nota straumbreyti með henni. En það ættu nú að vera til einhvernar electrónískar ballestir hérlendis, held að þetta sé á viðráðanlegum verðum hjá flúrlömpum ehf. í Hafnarfirði, allavega voru þeir með eitthvað þegar ég talaði við þá á sínum tíma.

Endastykkin fékk ég frá www.aquaristic.net
Post Reply