Það er vonlaust að fólk sem á falleg búr eða góðar myndavélar geta tekið þátt í keppnum, hér er ein handa okkur hinum.
Keppni um hver á ljótasta fiskabúrið
Þeir sem vilja taka þátt skulu senda inn mynd af búrinu sínu á þennan þráð. Skoðanakönnunn kemur svo síðar (í kringum áramót),
Engin verðlaun verða veitt nema að einhver sé til í að veita verðlaunin.
Senda má inn myndir af eins mörgum búrum og maður vill og eins margar myndir og löngun er til. Við erum ekkert að stressa okkur yfir reglum hér en búrið verður að vera í eigu þess sem sendir inn.