Myndaþráður Pípó

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Myndaþráður Pípó

Post by Vargur »

pípó wrote:Konan var að enda við að spurja hvort ég vildi ekki bara flytja í fiskabúð hehe,ég er nú bara með 7 búr,en hvað ættli hún sé með mörg skó pör 8)
Hvar eru myndirnar af þessum 7 búrum maður ?!?
Ef þú ert ekki enn búinn að læra á myndavélina þá væri fínt að byrja á upptalningu með stærð og íbúum í þessum búrum.
Drattastu svo til að fara að fikta í myndavélinni. :-)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég er löglega afsakaður,strákurinn kemur í land 22 des og þá fæ ég kennslu :) og eftir það þá segji ég bara ó mæ god þá verð ég örugglega rekinn héðan af spjallinu fyrir að drekkja öllu í ( misgóðum myndum ) :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er nú ekki lögleg afsökun.
Það er hægt að senda geimflaug með fjarstýrðum bíl til Mars og láta hann keyra um þar og sumar kerlingar geta lært að bakka í bílastæði en þú getur ekki ráðið fram úr einni myndavél sjálfur. :D
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Úff gott að ég var ekki sendur til að stýra þessum bíl á mars ég er svo gjörsamlega út úr kú þegar kemur að einhveju svona tæknidóti,athugaðu það Vargur minn að ég er af þeirri kynslóð þegar 3 stuttar og 1 löng voru hringingarnar og eini skindibitinn sem hægt var að fá var ein pulsa í bæjarinns bestu og svo var hægt að fá franskar í Aski á Suðurlansdbraut,já og alveg rétt það voru ekki til tölvur, bara ritvélar :( Svo ég held að þú verðir að endurskoða þetta með mig og mars :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Uss ég er líka nokkuð tæknilega þroskaheftur en maður getur fiktað sig aðeins áfram.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég er svo hræddur um að það komi bara game over ef ég geri eitthvað klúður :( Annars ef ég á að fara að telja eitthvað upp þá er ég hræddur um að ég verði að fá þig í heimsókn,því ef einhver veit hvað ég er með í búrunum þá ert það þú,þannig að þú verður bara að kíkja í heimsókn,þú gætir kannski blíðkað konunna í leiðinni( sýnt smá áhuga á skópörunnum hennar :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fyndið, talandi um ritvélar.
Við erum með eina slíka í vinnunni sem við notum stundum og þegar koma krakkar ca. 10 ára og yngri spyrja þau yfirleitt hvað þetta er.

Annað bráðfyndið af því að við erum komin í tæknina.
Ég á penna sem maður stingur ofan í stand (eins og í bönkunum í "gamla daga") og nýlega var dóttir vinkonu minnar hér í heimsókn (9 ára).
Hún horfði lengi á pennann og spurði mig svo hvort ég væri að hlaða hann.

En þetta var bara útúrdúr og ég tek undir með Vargi, MYNDIR!!!
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Eftir 22 des beibs loforð 8)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Æ hvað er gott að vita að það er til fólk (fleirri en ég) sem er tæknilega fatlað og heft. :lol:
Ég skil sko alveg þessa tæknifælni, hún er ferleg.
Hræðslan við Game Over er skuggaleg.

Þannig að ég skil þig vel "pípó" þú átt minn stuðning í þessari baráttu við tæknifælnina.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

hey gömlu! ef þið gerið eitthvað og það mistekst, þá geriði bara restart, það er engin takki á tölvu eða myndavél sem þið getið ýtt á og þá kemur bara á skjáinn "Process: Destroying humanity" þannig að bara.. chill! :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

pípó wrote:Eftir 22 des beibs loforð 8)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég er að læra og vonandi get ég sett einhverjar myndir inn á morgun :) ef sonurinn verður ekki búinn að stúta pabbanum fyrir að vera tæknilega vangefinn :oops:
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Heitir þetta ekki tæknifælni ???
Og hún er jú frekar slæm viðureignar :roll:
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

jeg wrote:Heitir þetta ekki tæknifælni ???
Og hún er jú frekar slæm viðureignar :roll:
Jú tæknifælni er ágætis nafn á þetta,afhverju er ekki búið að setja á stofn svona stofnun fyrir svona fólk eins og mig,það var gert fyrir alkana :roll:
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Iss þú ert ekki einn með þessa fælni.
En málið er að við erum alltof fá til að það sé gert eitthvað við okkur.
við erum nefnilega ekki til vandræða (ennþá) :roll:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eins og með AA skaltu bara taka einn dag í einu :lol:
Byrjaðu á að taka myndirnar og eftir það skaltu læra að setja þær inn á tölvuna.
Þá er ekki eftir nema að læra að setja þær á síðuna.
Einfalt, ekki satt?
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Image
Image
Image
Image
Jæja er að rembast við að læra þetta,fyrstu myndirnar mínar hingað inn vei :)En þær eru nú ekkert sérstaklega vel teknar,en vonandi verða þær betri með tímanum þegar ég verð búinn að læra á þessa ansk myndavél :evil:
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Er þetta agúrka sem er á botninum á einni myndinni ? :)
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

fínustu myndir bara :!:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Efsta myndin er af 60 lítra búri sem eru með um 70 ancistruseiðum og gubby seiðum og einu pari af kribba,ég gef þeim agúrku á hverjum degi þær eru gjörsamlega vitlausar í gúrkuna :) Hinar myndirnar eru úr 300 lítra búrinu á eftir að taka myndir af hinum búrunum.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

þetta eru rosalega flottar myndir hjá þér pípó :)

en mælið þið með agúrkum fyrir ryksugur,?, og eru þær vatnsmengandi ? :? :roll:
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Takk fyrir það en mér tókst allavega að gera soninn nett geðveikan af mér :wink:
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

hahahahaha :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég hef gefið sikliðunum gúrkur frá upphafi og þær eru mjög hrifnar sérstaklega sugurnar,annars skipti ég um gúrku á hverjum degi og ekkert verður skítugt,ancistru seiðin stækka allavega hratt en veit ekki hvort það sé út af gúrkunum eða fóðrinu sem ég gef með.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Já okej takk fyrir þetta ráð :D
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Gaman að fylgjast með þessum þráð.. hlakka til að sjá fleiri myndir :D

Fyndið hérna fyrir ofan... það er eins og það sé 150 ára fólk að tala sem man sko tímana tvenna.. staðreyndin er að tímarnir hafa breitast ekkert smá á stuttum tíma...

Þegar ég var minni þá var handmjólkað í sumum fjósum og það var heyskapur á sumrin þar sem her manns tók þátt í að heyja og henda "böggum" í hlöðu...

Núna er bara róbót sem sér um kýrnar og einn traktor sem sér um heyskapinn... alveg glatað.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já Brynja það er nú margt skrítið. En svona til að gera mig enn eldri þá var þetta svona
heima hjá mér (beljurnar og heyskapurinn) :) og rafmagn kom 1980 :oops:

En Hr. Pópó VÁ þetta er magnað ( og gaman þegar maður er byrjaður )
Flottar myndir :wink:
Mikið væri nú gaman að eiga eitthvað af þessum ancistru ormum.
Svo er bara að drífa inn fleirri myndir ( hehe drengurinn hefur örugglega gert þig
mun geðveikari einhvern tíman ???)

Hvernig gengur að að hafa Kribbaparið með þessu öllu ???
Er þetta hrygnandi par ???
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Takk fyrir,nei strák kvikindið var nú alltaf frekar stilltur og góður :)Annars gengur vel að hafa kribba parið með í búrinu,þau eru nú ekki byrjuð að hrygna en eins og ein góða kona sagði þá er kellan alltaf að glenna sig fyrir gaurnum :)
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Glæsilegt hjá þér.
Mér sýnist þú vera með heila fiskabúð hjá þér. Pipo.is :-)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Æ ég er nú bara þannig Rodor að ef ég fæ áhuga á einhverju þá fer ég algjörlega fram úr sjálfum mér í öfgunum,það segir konan allavega og ekki ruglar hún þessi elska :) annars er ég að verða óvinsælasti pabbinn á heimilinu búin að troða tveim 100 lítra búrum inn til eldri dótturinnar og einu 80 lítra inn í herbergi hjá syninum,á þá bara eftir að setja búr inn til yngri dótturinnar og hjónaherbergið það verður síðasta vígið sem fellur á þessu heimilli úff, gott að konan les þetta ekki hehe :wink:
Post Reply