Passa þessir saman í 200l búr??

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EymarE
Posts: 54
Joined: 05 Dec 2007, 11:28
Location: Grundarfjörður

Passa þessir saman í 200l búr??

Post by EymarE »

Sælir spjallverjar

Var að fá mér 200 L búr og er að fara að fá mér fiska í það á föstudaginn. Búinn að skoða myndir mikið og er kominn með hálfgerðan óskalista sem ég ætla að biðja ykkur að líta á:

Í 200 L búr:

2x Kribba
1x Bardagafisk (karl)
8x neon tetru (8 er bara tillaga)
8x black neon tetru (8 er bara tillaga)
3x Baby glersugur (sem að sjálfsögðu stækka :) )
2x Fiðrildasíklíðu
2x Zebra botia - botia striata
2x (Nigeriu-rauðan fiska)

Nigeríufiskarnir eru samt ekki að fara í búrið á næstunni allavega...

Er þetta fjarstæður draumur? Eða gengur þessi listi? Endilega tjá sig fyrir mig ;)

kærar kveðjur
Eymar Eyjólfsson
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta hljómar fínt í þessa stærð af búri og jafnvel óhætt að bæta einhverju við. Eina sem mér líst ekki sérstaklega vel á er Bótían, þessar geta verið leiðindaböggarar, ég myndi frekar taka td. trúðabótíu eða Botia histronica.
User avatar
EymarE
Posts: 54
Joined: 05 Dec 2007, 11:28
Location: Grundarfjörður

Post by EymarE »

Takk fyrir þetta vargur, þetta var svona nokkurnveginn akkurat svarið sem ég var að leita eftir ;)

En með botiuna: Þá hugsaði ég mér hana sem þörungaætuna. Er trúðabótían ekki þörungaæta? Mér líst vel á trúðabótíuna :)

kveðjur
Eymar Eyjólfsson
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bótíur éta ekki þörung, brúskar/ancistur eru meira fyrir það og ég mundi setja 2-3 stykki af þeim í 200 l.
User avatar
EymarE
Posts: 54
Joined: 05 Dec 2007, 11:28
Location: Grundarfjörður

Post by EymarE »

yesssss

Ég kíki á þig allavega á föstudaginn og við ráðum úr þessu ;)

Sjáumst!!!
Eymar Eyjólfsson
Post Reply