Nú er ég að fara í fyrramálið lengst norður í razzgat og þarf að fá eldri sonin til að hugsa um fiskana. Verst er að hann er með athyglisbrest á háu stigi hvað allt varðar annað en tölvur og tölvuleiki þannig ég þarf að mata þetta ofan í hann.
Reyndar er þetta fínasta lausn, litlar áhyggjur að allt búrið verði fljótandi í fóðri og fiskarnir á hvolfi þegar ég kem til baka.
Frábært,ég notaði sömu aðferð þegar ég fór til spánar í sumar á 19 ára gamla sauðinn minn,nema ég raðaði litlum snafsaglösum á búrin með matarskammtinum fyrir hvern dag
Þetta er snildar hugmynd , þarf það hafa i hugum næst hehe
Pokkanir eru kallaður renniláspokar og eru i 10 mismunadi stærðum til;
4 x 6 cm / 6 x 8 cm / 8 x 12cm / 10 x 10 cm /....... 25 x 35 cm og það er altaff 100 stk i hvert bunt.Þvi miður veit ég ekki verði og rétt hjá Vargur þau fæst i Rekstravörur.....
Jæja, þá er maður kominn heim úr fríinu og svona allt í glimrandi gangi hjá fiskunum. ´
Ég sé ekki betur en að allt sé í fína í öllum búrum.
Í tveimum búrum var ekkeret gefið allan þennan tíma (21.12-02.01) og fiskarnir þar voru ekkert síður hressir, reyndar líta bara mjög vel út.