Að undanförnu virðast nokkrir erlendir aðilar hafa verið að skrá sig inn á Íslenskar spjallsíður til þess eins að auglýsa ýmsar vefsíður.
Flestir þessir aðilar hafa skráð sig inn og gefið upp fölsk netföng en geta ekki virkjað aðgang sinn þar sem þeir þurfa að móttaka staðfestingar póst til að geta póstað á spjallið og sent einkaskilaboð.
Ég hef samstundis eitt út þessum fölsku notendum en bið spjallverja að hafa varan á og ekki opna einkapósta frá dularfullum erlendum notendum og alls ekki fara inn á vefsíður sem þeir gefa upp í skráningu sinni og einnig ekki klikka á linka hér á spjallinu sem ekki virðast falla inn í umræðuna.
Ef fólk telur einhvern notenda vera varasaman endilega þá senda mér einkapóst.
Ég fékk viðvörun um þetta á annari spjallsíðu tengdu öðru áhugamáli mínu.
Ég leit lauslega yfir nokkrar Íslenskar spjallsíður og sá að sama vandamál er einnig að hrjá þær, reyndar virðast sumar síður vera að safna notendum óhað tilgangi þeirra og láta sig þetta litlu skipta.
Spam
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli