Ég var að spá er ekki hægt að kítta saman steina,búa til eitthvað skraut eða eitthvað svolegis og hvernig kítti má nota?? Er ekki einhver sem er búinn að gera eitthvað svona??
Það á ekki að vera neitt mál. Mælt er með að notað sé venjulegt sílikon ekki baðherbergis silikin þar sem það inniheldur mygluvarnarefni sem hugsanlega getur haft áhrif á flóruna í búrinu.
Ég hef ekki gert svona en var einmitt að skoða um daginn bók um uppsetningu fiskabúra og þar voru steinar sem höfðu verið límdir saman, sennilega með fiskabúrakítti (var samt ekki búin að lesa um aðferðina).
Ég held það sé hægt að skera steina í flísasög, ég ætla a.m.k. að prófa það. Passa svo bara að pússa niður hvassar brúnir.
Last edited by Ásta on 10 Jan 2007, 09:28, edited 1 time in total.
Svona silikon (syralaust ) fæst i Byko , til dæmis - stendur á að nota fyrir fiskabúr . Hann virkar ágætlega, sjalfur buin profa,á eftir silikon buin að þotna er gott að legja tilheyrandi hlut i kalt vatnsbað eða skola vel til að losna með rest af "silikonilmur"