Þar sem ég hef ekkert að gera en að hanga í tölvunni og fara í göngutúra þessa dagana, þá ætla ég að slengja inn nokkrum orðum.

Ég er með eitt heimasmíðað 400L+ (leiðinlegt) búr.
eins og er, þá er ég með 3 guppy kvk. nokkra sverdragara, 2 skala, 6 neon og 6 kardinala tetrur, 1 bardaga kk. 2 gúrama. 3 leopard (eitthvað). 5 (silfraðar tetrur?) 2 barba og 1 plegga. HUGE.
Ég fékk mér einn epla snígil fyrir um ári síðan og var virkilega ánægður með hann. Gulur, stór og fínn.
Viku seinna fékk ég mér minn fyrsta lifandi gróður...
Eftir nokkrar vikur þá var búrið hjá mér orðið frekar leiðinlegt að sjá (ekki að það hafi verið gaman að líta á það áður

Þetta var í fyrra sumar....
Tók allt búrið í gegn í vor. allt tekið úr því. Vonaðist ég að ég yrði laus við þessa plágu...
Allt var búið að vera í gúddí þar til í gær (föstudag) þegar ég setti nýjan hitara í búrið. hitaði vatnið úr 24° í um 28°
þá er eins og það yrði sprengja!
ég get svarið það að ég sá ekki í gegnum glerið á búrinu hjá mér!!
allt kröggt af sniglum!
er búinn að vera að vinna í því að tína fiskana úr búrinu í dag og einnig alla stena (sem voru með skrilljón og sjö egg límd útum allt) vonast til að geta tæmt búrið á morgun (sunnudag). og gera eitthvað róttægt.
Langaði bara deila þessu með ykkur
