Svo kom hvítblettaveikin upp aftur. Lyfin virkuðu á það aftur, en ég ákvað að hala lyfjagjöfinni áfram lengur til að þetta myndi nú vonandi hverfa, gaf síðasta skammtinn af því í gær. Núna eru 1 buttikoferi horfinn, sá annan dauðann í kvöld, og sá þriðji var svona:

Merkilega frískur samt, fær sér að borða... þó að maturinn skjótist svo bara út um sárið sekúndu síðar

Hvað kom fyrir þennan ?
Ég er að íhuga að taka búrið í gegn alveg í heildina. Endurraða öllu, skipta um mest af vatninu og þá kannski fjölga fiskum aftur. Ég bara veit ekki hvenær eða hvort ég eigi að þora því. Eða hvað gæti verið að....