Ég er með einn gibba hérna hjá mér sem breytir um lit, fer semsagt í feluliti eða mér finnst það allavega.
Hann er oftast dökkur svona eins og sandurinn í búrinu en svo var ég eitthvað að vesenast í breytingum á búrinu áðan og setti hann ásamt hinum fiskunum í bala á gólfið. Gólfið er svona ljósbrúnt einhvern veginn og balinn glær. Eftir dágóðan tíma er mér litið á fiskana og er þá gibbinn orðinn svakalega ljós eins og hann sé að reyna að vera eins og gólfið
Og er því spurningin þessi, geta gibbar virkilega farið í feluliti, eða breytt um lit eftir staðnum sem þeir liggja á?