Litabreytingar á gibba

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Litabreytingar á gibba

Post by Sirius Black »

Ég er með einn gibba hérna hjá mér sem breytir um lit, fer semsagt í feluliti eða mér finnst það allavega.

Hann er oftast dökkur svona eins og sandurinn í búrinu en svo var ég eitthvað að vesenast í breytingum á búrinu áðan og setti hann ásamt hinum fiskunum í bala á gólfið. Gólfið er svona ljósbrúnt einhvern veginn og balinn glær. Eftir dágóðan tíma er mér litið á fiskana og er þá gibbinn orðinn svakalega ljós eins og hann sé að reyna að vera eins og gólfið :P

Og er því spurningin þessi, geta gibbar virkilega farið í feluliti, eða breytt um lit eftir staðnum sem þeir liggja á?
200L Green terror búr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með gibba sem verður stundum ljósari. Er þó ekkert að taka hann úr búrinu.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Já hann breytir sér líka þó að hann sé í búrinu einmitt :P er með gráan helli sem hann fer stundum á og verður þá einhvern veginn ljósgrár :roll:
200L Green terror búr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það gæti alveg verið að þeir breyti um lit eftir hvar þeir eru, líkt og kamelljón :D
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Er nokkuð Harry Potter þarna með töfrasprotann sinn Sirius Black :o
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

pípó wrote:Er nokkuð Harry Potter þarna með töfrasprotann sinn Sirius Black :o
Júbb komst svo að því að hann stendur fyrir þessum litabreytingum :P

Hehe nei grín, annars ætlaði ég bara svona að forvitnast um þetta, fannst þetta nefnilega svo merkilegt :)
200L Green terror búr
Post Reply