Skemmd planta

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Skemmd planta

Post by Ásta »

Fyrir nokkrum vikum tók þessi planta upp á skemmast svona. Búrið hefur hvorki verið verra né betra en vanalega og einu sniglarnir eru þessir löngu sem eiga að vera skaðlausir.
Ljósatími er ca. 12 tímar.
Hefur einhver skýringu á þessu?

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ertu með bótíur?


Það er líklega einhver fiskur að narta, hjá mér eru það bótíurnar sem láta plönturnar líta svona út :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nei, ég er ekki með bótíur en aftur á móti er ég með ancistrur og það er ein sem dvelur mikið á þessari jurt.
Ég hef haft hana grunaða en hélt að hún væri ekki að eta.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Ancisturnar eiga ekki að éta plöntur. Hinsvegar eiga gibbar og pleggar til með að gera það. Ertu viss um að þú sért með ancistru?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þá held ég að sökudólgurinn sé fundinn.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Er þetta bara á eldri blöð eða lika nýra blöðinn i miðinni ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta eru öll blöðin sem fara svona, nánast um leið og þau rétta úr sér fara þau svona.
Bjarkinn
Posts: 32
Joined: 10 Nov 2007, 14:01

Post by Bjarkinn »

Þetta getur líka tengst vatninu,þ.e sýrustiginu
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Má vera, en þetta er eina plantan sem lætur svona. Er með nokkrar teg.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

amazon sverðplöntur soga mjög mikla næringu til sín í gegn um ræturnar, e.t.v. vantar plöntuna bara næringu úr mölinni. Ég hef ekki mikla trú á að þetta sé eftir einhvern fisk.
Ég mæli með að þú kaupir plöntunæringartöflur, og stingir einni oní mölina svoa 5cm frá stilkinum á plöntunni. Gæti trúað að það lagi eitthvað. Var þessi planta annars fín hjá þér áður?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, þessi planta var alveg svakalega falleg.
Þetta er ekki þessi hefðbundna sverðplanta, blöðin eru ekki eins löng. Ég man ekki hvað hún heitir.
Ef ég man rétt er ekki langt síðan ég setti 1/2 töflu í mölina. Getur verið að ég hafi sett töfluna of nálægt, setti hana örugglega undir.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hér er mynd af sömu plöntu þegar hún var í góðu lagi.

Image
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Líkist Echinodorus Bleheri. Amk myndi ég giska á plöntu af Echinodorus tegund. Sjá teikningu og lýsingu hér:

http://www.tropica.com/productcard_1_popup.asp?id=071.

Sjá myndir af plöntum hér

http://www.tropica.com/plant_print.asp

Ég myndi frekar giska á áburðarmál en fisk sem væri að fara illa með plöntuna. Gefurðu einhvern áburð?

Upplýsingar um einkenni næringarefnaskorts
http://www.thekrib.com/Plants/Fertilize ... iency.html
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er líkari 'Aquartica' en pottþétt er þetta Echinodorus.
Þetta er góður plöntulisti þarna.

Ég hef stundum gefið næringu í plöntuformi sem heitir PlantaStart og er frá Tetra. Ekki mjög langt síðan ég gaf og þá bara 1/2 ef ég man rétt.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Vandamálið við Tetra PlantaStart og margar aðrar næringartöflur er að það er engin innihaldslýsing! Maður vill vita hvað er í næringartöflum/vökva svo maður viti að plönturnar fái það sem þær þurfa.

Það sem mér hefur sýnst af upplýsingum um PlantaStart er að það sé ekki langtímanæring heldur eitthvað til að koma nýjum rótarvexti af stað og næra til að byrja með.

Ég get ekki mælt sérstaklega með neinu þannig. Ég þekki engar næringartöflur hér á markaði með innihaldslýsingu. Ég hef verið að nota fljótandi næringu að undanförnu frá Nutrafin kölluð PlantGro og líkað ágætlega. Það er innihaldslýsing. Ég sé samt á henni að það vantar töluvert af snefilefnum sem eru nauðsynleg en í mjög mjög mjög litlu mæli.

Veldu bara ekki næringu sem inniheldur Nitrat og Fosfat. Þá fyrst fara þörungarnir af stað.

Annað sem gæti verið að valda vandræðum með vöxt plöntunnar er minnkað ljós. Eru flúrperur? Hefurðu endurnýjað þær nýlega. Flúrperur dofna á um 6-12 mánuðum um meira en helming.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Líklegast eru komnir 8 mánuðir síðan ég skipti um peru, vá hvað tíminn líður.

Ég fór að skoða betur þetta PlantaStart og þetta er jú aðallega fyrir ræturnar :oops:
Dýragarðurinn gaf okkur svona í eitt sinn er þeir hýstu fund Skrautfisks og ég hélt þetta væri almenn næring, nennti auðvitað ekki að lesa pésann í pakkanum.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég held lika þetta er næringurskorti, þess vegna spurði ég áðan. Ég á mjög svipað laufblöð eins og hjá þer , enn bara á mjög gömull blöð, aldrei á nýjum. Þetta er mjög afstætt hvað er "langt sidan" eða "stutt siðan " ég gaf plöntu áburður, það skiftar máli hvað tegundur áburðrar það eru og hvað fljott planta vinur úr þvi efni við gefum hennar. Mittt áburður ég er með til dæmis ,er ráðlegt að gefa vikulega og maður sjá greinilegt skortur þegar ég gera það ekki :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Með hvaða áburði mælið þið?
Búrið er 100 eða 120 ltr. man það ekki :oops:
Það er ein pera sem ég þarf að skipta um.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Rótartöflur eru lang bestar fyrir sverðplöntur, þ.e.a.s. Echinodorus. Fljótandi næring skilar sér ekki jafn vel til þeirra, því þær taka nær alla næringu til sín í gegn um ræturnar nema ljósið.

Varðandi, nítrat, þá gæti einmitt verið mjög gott fyrir þig að gefa plöntunni rótartöflur sem innihalda nítrat. Nítrat er plöntum nauðsynlegt í hófi og án þess geta þær farið mjög illa. Ég bæti t.d. sérstaklega við nítrati í búrið hjá mér (KNO3) til að ná nítrati upp í svona 10-15ppm.

Annars held ég að þetta geti stafað af járnskorti hjá þér, ég mundi gefa smá járn, aðra rótartöflu og klippa ystu blöðin af plöntunni, sjá hvort að hún taki ekki við sér.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég minni á að rætur plantnanna eru í sandinum og sandurinn er á kafi í vatni fiskabúrsins. Því ætti næring í vatninu að skila sér í ræturnar.

Það er amk raunin hjá mér. Ég gef eingöngu fljótandi næringu og Echinodorus subalatus sprettur "eins og andskotinn" hjá mér. Ég sé mjög flótt mun á blöðunum eftir magni af fljótandi næringu sem ég ef.

Ég er því ekki sannfærður um að botntöflur séu eina leiðin fyrir svona plöntur þó ég hafi lesið það á mörgum stöðum. Ég held að kosturinn við þær sé frekar að þú þarft ekki að gefa næringu í hvert sinn se þú skiptir um vatn því þær losa næringuna "hægt og rólega" út í vatnið/botninn.

Nitrat er jú alveg nauðsynlegt það er rétt. En mig grunar að í flestum búrum sé nægt af því nema þar sem verulega er af gróðri. Sven þú minnist á að gefa KNO3. Það er sniðugt, bæði ef gróðurinn vantar það svo og til að gefa Kalíum K. Kalium er ábyggilega í mjög skornum skammti í flestum íslenskum búrum þar sem vatnið hér er frekar steinefnasnautt og það er ekki það mikið af því í fiskamat held ég. Kalium er þó eftir því sem ég les mér til mjög mikilvægt næringarefni og þarf að vera í töluverðum styrk til að vel sé, ekki bara snefilefni. Flestar næringarlausnir og töflur sleppa því þó.

Komment mitt um að sleppa Nitrat og fosfat næringu snérist kannski mest að því að gefa ekki auka fosfat nema ástæða sé til. Flestar næringarlausnir sem innihalda Nitrat innihalda líka fosfat. Fosfat er líka nauðsynlegt plöntum en mér skilst að það sé í sérlegu uppáhaldi hjá þörungum.

Hvar færðu KNO3?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég er alveg sammála um að það þurfi ekki rótartöflur til að halda echinodorus, alls ekki. En þar sem þessi er frekar illa farin og þetta er ekki gróðurbúr, þá held ég að það skilaði bestum árangri að nota töflu, sem væri þá með nokkuð staðbundna virkni, og eins og þú segir endast eitthvað lengur.
Ef að það er ekki verið að gefa næringu í fyrir margar plöntur, þá held ég að þetta sé líka ódýrari lausn, en alls ekki sú eina. Ég átti lengi amazon sverðplöntu, og gaf henni aldrei rótartöflu, enda var ég með fullt af næringu í gangi í vatninu þar sem að ég var með plöntubúr, enda spratt hún eins og arfi og ég losaði mig við hana þess vegna.

Varðandi KNO3, þá fékk ég það af http://www.aquariumfertilizer.com, þaðan sem ég fæ alla mína plöntunærigu.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Gengur eitthvað að hressa plöntuna við?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já hún hefur tekið smá kipp því ég setti svona lítið kolsýrudæmi í búrið. Nýju blöðin virðast ekki hafa skemmst enda ekki búin að breiða vel úr sér.
Ég tók þessa mynd áðan, sýnir ekki nýju blöðin en gæti verið orsök vandans??
Image
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Gæti verið orsökin. Gæti líka verið að hann sé að éta hálf-rotin blöð. Ég er með einn svona kappa sem veldur engum skaða á mínum sverðplöntum. Hann hamast samt oft á blöðunum.

Leyfðu okkur að fylgjast með.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Geri það.
Er ekki betra að taka skemmdu blöðin frá?
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Jú það er betra að taka skemmdu blöðin frá, bæði vegna þess að þau taka næringu frá hinum blöðunum og þau rotna og geta mengað búrið.

Ég hef bæði séð og heyrt um að gibbar, pleggar og rusty pleggar éti sverðplöntur, og það líkist mjög því sem ég sé á myndinni hjá þér. Hinsvegar sýnist mér fiskurinn á myndinni vera Ancistra, en hún á að láta gróðurinn í friði.
Ég fletti þessu upp í plöntubók. Þar er minnst á að plöntur geti fengið svona göt á sig ef það er of mikið nitrat í vatninu. Mér finnst skýring frekar undarleg, en kanski er það tilfellið. Veistu hvað það er mikið nitrat í vatninu?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hef verið í vandræðum með nitrat svo það er ekki ósennileg skýring.
Bara leti í mér að skipta um vatn :oops:
Þetta er kannski gott kick í rassinn að skipta oftar.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég er með stóran Pleggy i eitt búr og Brúsknef í hitt búr og þau hringsa alltaff stóra blöðinn hjá Echinodorus enn aldrei var ég var með að það kom gat á þau.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Var að hreinsa til áðan og tók ónýtu blöðin af.
Ég sá að nýju blöðin er öll með svona einkenni þannig að þetta er líklegast nítrat vesin. Nýju blöðin eru þó öll fallega græn og kraftaleg.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það hefur gengið ágætlega með plöntuna, hún er ekki eins götótt.

Image
Post Reply