jeg wrote:Já Brynja það er nú margt skrítið. En svona til að gera mig enn eldri þá var þetta svona
heima hjá mér (beljurnar og heyskapurinn) og rafmagn kom 1980
pípó wrote:Æ ég er nú bara þannig Rodor að ef ég fæ áhuga á einhverju þá fer ég algjörlega fram úr sjálfum mér í öfgunum,það segir konan allavega og ekki ruglar hún þessi elska annars er ég að verða óvinsælasti pabbinn á heimilinu búin að troða tveim 100 lítra búrum inn til eldri dótturinnar og einu 80 lítra inn í herbergi hjá syninum,á þá bara eftir að setja búr inn til yngri dótturinnar og hjónaherbergið það verður síðasta vígið sem fellur á þessu heimilli úff, gott að konan les þetta ekki hehe
Verður þú ekki að fara að koma einhverju af þessum gemlingum þínum af heiman svo þú getir komið upp "fishroom" ?
Jú Vargur dóttirinn er nú orðin 17 og drengstaulinn 19,er það ekki fínn aldur til að henda þeim út og setja upp 2 fish rooms ég var nú 15 þegar ég fór að heiman á verbúð vestur á fyrði.
Þeir éta innann úr henni þannig að hún verður hol að innann,skilja rest yfirleitt eftir,annars læt ég þetta vera hjá þeim í mesta lagi í sólarhring því annars verður þetta svo slepjulegt og ógeðslegt.Veit ekkert hvort þetta sé holt fyrir greyin en þær eru allavega brjálaðar í þetta og ekki hefur neinn fiskur drepist ennþá
Það eru margir sem gefa gúrku með góðum árangri.
Þetta var mikið rætt hér á sínum tíma og ég held að þeir Hrappur og Guðjón gefi sínum fiskum ýmislegt grænmeti og ávexti.
Ég prófaði einhverntímann mandarínu sem gekk ekki alveg upp en fiskarnir hjá Guðjóni voru brjálaðir í.
Svo er hægt að gefa brokkoli, baunir og bara allan fjandann. Um að gera að prófa sig áfram.
Var að fikta í einu búrinu í kvöld og tók þá eftir því að eitt ancistruparið var búið að hrygna stórum klasa undir einn steininn,skil ekki þessa greddu í liðinu Annars stækka hin ancistru börnin mín mjög hratt,hlítur að vera fóðrið sem ég fékk hjá Varginum ( kannski sterar )
Eina sem kemur til greina er að ég setti eina töflu af gróðurnæringu undir plönturnar í búrinu,annars voru þær mjög sprækar og stækkuðu hratt áður en ég gerði það,þær hafa bara ekki þolað þetta,passa mig í framtíðinni á svona æfingum annars tók ég eftir stærðarinnar hrogna klasa hjá öðru ancistru pari í öðru búri sem létti lundina aðeins,en svona lærir maður víst á mistökunum