Veikur Yellow Lab =(

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
HannaM
Posts: 13
Joined: 24 Dec 2006, 13:03
Location: Kópavogur

Veikur Yellow Lab =(

Post by HannaM »

Hæhæ. Ég er með slatta af yellow lab ásamt nokkrum maingano og lithobates í 250 lítra búri. Síðastliðna viku hefur einn yellow labinn orðið frekar brúnn/grár og hann vill lítið sem ekkert borða. Hann heldur sig bara á botninum í búrinu í einu horninu og hreyfir sig lítið, en er samt lifandi. Getur einhver sagt mér hvað er að honum og hvort/hvernig er hægt að lækna hann?
Image
Svona lítur hann út núna (ekki góð mynd, það var eitthver skítur utan á búrinu)
Image
Og svona líta þessir heilbrigðu út

Kv. Hanna María
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Líklega karl sem hefur lent í böggi frá dominant karli...

Eða gæti verið kerling með seiði uppí sér, en hún lítur full veiklulega út til þess..


Hvort er þetta karl eða kerling annars?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
HannaM
Posts: 13
Joined: 24 Dec 2006, 13:03
Location: Kópavogur

Post by HannaM »

Ég veit ekki hvort þetta er karl eða kerling. Ég átti Yellow lab par sem að eignaðist fullt af seiðum og þetta er eitt af þeim, orðinn ca. eins árs, eða rúmlega það. Hann/hún varð svona sjúskaður á sporðinum eftir að hann varð veikur. Hann byrjaði fyrst að verða svona smá brúnn (eiginlega eins og hann sé skítugur), varð síðan meira og meira brúnn og fór að synda miklu minna um búrið og vildi minna borða. Þannig að mér finnst mjög ólíklegt að þetta sé útaf slagsmálum eða svoleiðis. Og hann/hún er pottþétt ekki með seiði upp í sér...mér finnst líklegast að þetta sé einhver sjúkdómur, en kem bara ekki fyrir mig hvaða sjúkdómur. =/ Þeir hafa líka aldrei lent í neinum slagsmálum, eða allavega ekki neitt alvarlegt. Þeir eru í kringum 15.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér þykir ekki líklegt að þetta sé einhver sjúkdómur heldur afleiðing eineltis, þessi litabreyting er algeng hjá Y. lab sem verða fyrir aðkasti eða eru með ákveðnari fiskum i búri. Ef hann er hættur að éta og pottþétt ekki með seiði í kjaftinum þá á hann sennilega stutt eftir.
Post Reply