Hornsjónvarpið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Hornsjónvarpið

Post by jeg »

Jæja þá er ekki hægt að draga það lengur að opna þráð um fína hornbúrið sem
standsett var í haust. En þetta er Aquael 160L (180L) hornbúr, gamla búrið hennar Kristínar hér á spjallinu "frú Diskus"
Í búrinu eru 6 Roðabarbar, 3 Stoliczanus barbar, 2 skalar, 7 venusarfiskar,
6 Prestella tetrur, 2 Sítrónutetrur, 2 Demantstetrur, 18 Neon og Kardinála tetrur, 2 eplasniglar og 1 augnalaus Pleggi gold.
Áður en Skalarnir komu var par af paradísarfiskum en þegar kallinn varð staðinn að verki
við svívirðilega árás og algert einelti á Pleggann var hann ásamt konu sinni sendur í vist annarstaðar í fjölskyldunni.
Eftir brottför hans hefur mórallinn í búrinu verið eins og best verður á kosið
og Plegginn lifir í sátt í við sjónleysið.
Þar sem allir hafa svo gaman af myndum hér á spjallinu skelli ég hér nokkrum af uppsetnigu búrsins.

Image
Taka 1


Image
Taka 2 með bláum bakgrunn.

Image
Endanleg útkoma með grjót bakgrunn.


Image
Skalarnir.


Image
Plegga gullið.


Svo eru 3 önnur búr á heimilinu:
35L með 2 gullfiskum, 1 Brúsknefur og 1 Corydoras Schwartzi

54L með Kribba pari eða ölluheldur fjölskyldu, það eru um 20 seiði _____ svona stór.

25L með Gúbbum c.a. 15 stk allar stærðir. (keypt af Andra Pogo)

Svo eru til 3 Spænskar salamöndrur í litlu og gömlu búri.

Í næstu umferð set ég inn myndir af þessum búrum. Svo er bara endilega að segja sína skoðun :wink:
Last edited by jeg on 06 Jan 2008, 17:54, edited 1 time in total.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Flott uppsetning, skemmtilegt að sjá bakgrunn í hornbúri

p.s. það er 180 lítra :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er fínasta búr hjá þér.

Hvernig eru perurnar í svona hornbúri?
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Flott búr :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Varlamaður
Posts: 1221
Joined: 06 Nov 2006, 16:02
Contact:

Post by Varlamaður »

Bara voða fínt hjá þér
Sanity calms, but madness is more interesting.
John Russel

http://www.simnet.is/unnrey
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ásta mín ég þarf nú einhvern fróðari til að svara svona :oops:
þetta eru örugglega orginal perur en ég skal reyna að skoða það og opinbera.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég var aðallega að spá í hvort þær væru ekki voðalega stuttar og hversu margar þær eru.
Ég er nú ekkert peruséní :roll:
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jú stuttar c.a. 45cm og bara 2
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það ætti að halda gróðrinum fínum.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Hann dafnar vel nokkuð sátt með það :)
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Gvöð minn almáttugur kona!
-aldeilis ofur-huggulegt hjá þér :D

"Frú Discus" hreinlega emjar af velþóknun yfir þessu hjá þér sko ;)

Bakgrunnurinn þinn er frábær - er þetta Juwel bakgrunnur ... eða??
-hvernig möl/sand ertu með .. mjög smart finnst mér :)

og TAKK fyrir að setja inn myndir og sýna okkur! :D
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Kristín- Veit ekki hvaða tegund bakgrunnurinn er, en hann er keyptur í Dýragarðinum.
Mölin er nú af ýmsum tegundum. Þar sem ég panntaði í gegnum síma varð misskilngur
og ég fékk fínan natur sand en ekki svarta möl eins og ég ætlaði.
Þannig að þá var leitað í byrgðagymsluna hjá mági mínum og þar
leindist ljósbrún blönduð - hvítt og svart með möl og einnig ljósblá gróf og fín möl.
Var þetta sett allt í búrið (í þessari röð) og var þar með gert það besta úr málinu.

Lýsing: Í búrinu eru 2 perur og stendur á þeim
TL-D 18W/54-765


Hér koma nokkrar myndir af 54L búrinu en þar býr Kribba fjölskylda.
Seiðin eru orðin 7 vikna gömul og eru u.þ.b. 20stk.

Image
Hjónin

Image
Kellan

Image
Nýklakin hrogn

Image
Stolltur pabbi

Image
Heildarmynd af búrinu

Í næstu umferð koma svo myndir af hinum sem eftir eru.
Last edited by jeg on 06 Jan 2008, 17:56, edited 1 time in total.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Þetta er miklu flottara þegar kominn er svona innri bakgrunnur. Þessi hornbúr eru ansi skemmtileg og einhvern veginn virkar þetta þannig á mig að þau séu þar í plássi þar sem lítið fer fyrir þeim en eru samt áberandi.
Ég er að spá í það, með hverju hreinsið þið bogna glerið?
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Ég keypti svona líka fínan bursta hjá blauta gaurnum í Fiskabúr.is :wink: :lol:
Virkar fínt.

Bakgrunnurinn er bara plakat aftaná.
Last edited by jeg on 30 Nov 2007, 19:43, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér líst vel á kribbaparið hjá þér.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Takk fyrir það Ásta.
Við gáfum syni okkar það þegar hann varð 3ja ára :)
Og hann er alsæll með fjölgunina (Kribbabörnin sín)
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

jeg wrote:Bakgrunnurinn er bara plakat aftaná.
Vá, það er svo mikil dýpt í honum það er alveg eins og hann sé innan á :!:
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Það er sennilega boginn á glerinu sem gerir þessa dýpt
enda verður maður rangeygður á því að stara lengi nálægt inn í búrið.
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Bakgrunnurinn er einskonar 3víddar mynd :D
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þar sem basl er á nettengingu heimilisins þá koma feirri myndir ekki srax.
En eins og venja er í sveitinni þá er fengitími hafinn og líka hjá Kribbunum.
Hrygning byrjaði í gær og er mikið að gera hjá frú Kribbamömmu við að siða til unglingana
sem eru úr hrigningunni um miðjan október.
Voða skondið að sjá til hennar þar sem hún ýmist kyssir og knúsar eða rasskellir og rekur í burt. :?
Kallinn er nú ekkert stressaður yfir þessu öllu ....enn....
Þarf nú sennilega að taka unglingana frá fljótlega og verða mér úti um almennilegt eldisfóður handa þeim.
Renni kannski bara í við í góðu búðinni en til stendur að kíkja í menninguna í vikunni.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Kribbahrygningin misfórst þannig að allt er við það sama hjá fjölskyldunni.
Seiðin eru að taka rosa vaxtakipp þessa dagana og afföll virðast vera því sem næst engin.
Áðan var ráðist í jólþrifin í hornbúrinu og skipt um 60% vatn þar sem mikil drulla rótaðist upp
Þegar sandurinn var hreinsaður.
Þá ætti að vera hægt að sleppa með litilsháttar vatnsskipti um hátíðarnar.

Jæja þá eru það myndirnar af búrunum 2 sem eftir var að setja inn:

Image
Búrið sem verslað var af Andra Pogo
Íbúar þess í dag eru 3 Gúbbý kvk, 1 Gúbbý kk 3 Gúbba seyði og 1 Plattý

Image
Gullfiskabúrið.

Image
Gulli og Perla.
Ásamt þeim búa þarna: 1 Brúsknefur, 1 ryksuga Corydoras schwartzi og 3 Hvítar Svarttetrur.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já gleðilega hátíð og vonandi hafa allir átt notaleg jól.
Ekki eitt þeim í veikindi eins og gert var hér á bæ, en blessuð
ælupestin bankaði uppá og var ekki notaleg heimsókn það.

En að er nú ekki búin að vera botnlaus gleði í sjónvarpsdagskránni.
Þar er komin upp ný veiki sem venjulega hrjáir frekar mannfólkið
á þessum tíma árs. Þannig var að rétt fyrir jól ákvað röndótti snigillinn
að enda líf sitt og var það mikil sorg fyrir 3ja ára son minn þó sérstaklega
þar sem augnalausi Plegginn (sem telst hans eign líka) sukkaði feitt í sniglagúllasi.
Var því rennt við í búð þegar farið var að versla fyrir jólin og keyptur nýr
snigill handa litla manninum.
Svo dundu enn meiri ósköp yfir á aðfangadagsnótt en þá hvarf röndótti skalinn og hefur
örugglega endað líf sitt sem jólasteik fyrir hina. Þetta var sosum viðbúið
þar sem hann var frekar lystarlítill og hafði lítið stækkað síðan hann kom.
Þó var enginn sem böggaði hann og var hann í sátt við alla.
Það er því alveg óhætt að segja að þunglyndi hafi gosið upp í búrinu og vona ég
að ekki þurfi lyfjameðferð við því.

Vonandi verður sjónvarpsdagskráin betri um áramótin.

Af Kribbunum er það að frétta að seiðin stækka og stækka og verður farið í að
færa þau í annað búr um leið og heilsan leifir. En það koma 2 búr til greina
annarsvegar Gúbbabúrið og færa fullorðnu Gúbbana yfir í sér búr eða
setja seyðin í sér búr. Enda sennilega á að nota betra búrið undur seiðin þar sem
betra er að setja hitarann í það en Gubbbarnir hafa verið án hans hjá mér.
Jæja segjum þetta gott í bili.
Farið varlega um áramótin kæru spjallverjar.
Last edited by jeg on 06 Jan 2008, 17:58, edited 1 time in total.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þá er búið að veiða Kribbaseiðin upp úr búrinu (frá foreldrunum) og voru þau 25 stk.
Niðurstaðan var sú að Gúbbarnir fengu nýtt heimili (þ.e. fullorðnu) og seiðin trylla nú um á nýju heimili.
Annars var nú aðeins meiri vinna sem fór í gang heldur en smá veiðitúr í 54L búri.
Eldri strákurinn var svo forvitinn þegar að ég var að veiða að hann varaði sig ekki á ælupestinni
og ældi ofaní Gullfiskabúrið sem var við hliðina á Kribbabúrinu auk þess sem fjölteingin voru á milli búranna.
Upp kom algert kaos þar sem bjarga þurfti íbúum Gullfiskabúrsins (7 stk) og rafmagnstengingunum.
Sem betur fer slapp 54L búrið við gusu í þessum ósköpum.
Dvöldu íbúarnir því í fötu yfir nóttina og fram á næsta dag meðan búrið var tekið í gegn frá a-ö.
Virðist sem þeim hafi ekki orðið meint af þessu óskemmtilega atviki.

Kribbaparið virðist hafa verið á fullu við hrygningu þegar veiðin og hin ósköpin fóru fram
og kemur í ljós næstu daga hvort það reynist rétt. Vonandi heppnast það núna hjá þeim.
Last edited by jeg on 06 Jan 2008, 17:59, edited 1 time in total.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

vá það er ekkert smá sem hefur gengið á...
Alveg merkilegt hvar litlir líkamar geta miðað þessari ælu sinni, við fjölskyldan erum búin að standa í þessu helv.. síðan á þorláksmessu.. En sem betur fer hafa fiskarnir sloppið við svona gusur...

Gangi ykkur vel að koma þessu stand aftur.. :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

æla í fiskabúr... fyrsta skipti sem ég hef heyrt það :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

He he já þessi eldri er alveg sérlega laginn við eitthvað svona.
Forvitnin á eftir að koma honum í stór vandræði einn daginn.

Jæja svona lítur Gullfiskabúrið út eftir stór þrif og læti.
Setti loksins bakgrunninn á :oops: búið að standa til lengi.

Image
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

En fáum við ekki að sjá myndir af kribbaseyðunum? Hvað eru þau orðin gömul? Getur þú kyngreint þau strax?
Hentu nú inn mynd af þeim og búrinu þeirra :-)

En mér finnst þetta alveg stórkostlegt með strákinn og :æla: ha ha ha
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Úffff ég er alltaf að reyna að taka myndir af þeim en þar sem þau eru ekki mikið fyrir að vera kyrr þá er það mjög erfitt.
Þau eru síðan um miðjan okt. 11vikna ca. og eru að taka mikinn kipp núna.
Tel mig vera með kyngreiningu þeirra á hreinu :roll: þar sem mikill stærðarmunur er á milli kk og kvk.
Þegar ég veiddi það gleymdist það alveg í öllum hamaganginum að pæla í hvað væru margir af hvoru :P
En eitt er víst að það eru MUN fleirri kk en kvk.
Skal reyna að ná góðum skotum af þeim á morgun :shock:
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja mér tókst að ná nokkrum sæmilegum skotum af seiðakrílunum.
En þar sem ég er bara með Sony MPEGMOVIE VX DSC-S600
Cyber-shot 6.0 mega pixels þá er þetta nú ekkert að slá neinn um koll hvað varða gæði :P
Huhummm svo gleymdist víst að strjúka af glerinu :oops:

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Last edited by jeg on 06 Jan 2008, 18:02, edited 1 time in total.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Æjj hvað þau eru krúttleg...
Ég verð að segja að ég öfunda þig pínu að eiga svona sér búr handa barnabörnunum þínum... ég væri sko alveg til í að geta alið upp mitt Convict-lið sér í svona búri... sé fram á að þau verið étin öll greyjin...

Ps. þetta eru sko barasta fínar myndir... Þetta er alltaf spurnig um hvað maður er klár á sínar græjur... Sumir eiga ofsa stóra, fína, dýra myndavél og eru ekkert að kunna á hana og skila engum flottum myndum. Svo eru aðrir sem eiga aðeins minni og ódýrari vélar og eru alveg að koma með meistaraverkin á færibandi :wink:

"Þetta er ekki spurning um stærð heldur hvernig þú notar tólin" :lol:
Post Reply