Nýir notendur!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Nýir notendur!

Post by Mr. Skúli »

Þessi þráður er ætlaður nýjum notendum til að kynna sig og sín búr.

Kynning felur t.d. í sér mynd af notanda og búrinu hans.

Einnig vil ég hvetja alla sem er á síðuni en eru ekki skráðir að skrá sig undir eins
og fara að röfla með okkur hinum.
:lol:
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Ég skal svo bara byrja:

Ég heiti Skúli Ragnarsson og er 16 ára, ég er búinn að vera í þessu í c.a. mánuð og er með 60l. búr. Í búrinu eru 11 fiskar:

1x Pictus - Pimelodus pictus (10 - 11cm)
1x KK Brúsknefur - Ancistrus Dolichopterus (11 - 12cm)
1x Gibbi - Pterygoplichthys gibbiceps (5 - 6cm)
1x Asísk glersuga (3 - 4cm)
1x Rauðugguahákarl - Labeo frenatus (7 - 8cm)
2x Bláhákarlar (6 - 7cm)
2x Kuhli álar - Acanthophthalmus kuhli (3 - 4cm)
Og hellingur af sniglum!

Myndir:

Image
Gömul af mér nývöknuðum.

Image
Búrið í núverandi mynd.

Image
Léleg mynd af Pictusnum, þar sem hann er alltaf eins og hann sé á spítti þarf
maður að vera mjög tilbúinn að taka mynd þegar hann loksins stoppar! :lol:

Image
Brúsknefurinn minn eða fallega skrímslið eins og ég vil kalla hann.

Image
Rauðuggahákarlinn.

Image
Hér er svo Gibbinn.

Image
Kínverjinn.

Image
Bláhákarlarnir.

Image
Og svo annar Kuhli állinn.

Svo er á döfini hjá mér stærra búr og eitt stykki Albino Brúskur og Black Ghost knifefish
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flott framtak hjá þér Skúli, gaman þegar spjallarar eru svona virkir.
Ég hvet alla nýja og einnig eldri spjallverja til að kynna sig hér.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Image
Ég heiti Birkir og er Viðarsson, 29ára í febrúar. Ég er búinn að vera mikill dýravinur frá blautu barnsbeini og hef gegnið langt í þeirri viðleitni minni hahaha. Allaavega, ég hef alltaf átt dýr og hugsað um dýr annara, jafnvel frelsað dýr úr ömurlegum dýraverslunum og þar fram eftir götunum.
Ég er með þráð í Síkliðu korknum sem tíundar þann fjölda fiska sem ég er með, tegundir, búr og þar fram eftir götunum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef hitt Birki, það er þessi með hattinn. :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vargur wrote:Ég hef hitt Birki, það er þessi með hattinn. :D
:lol: :lol: :lol:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Pffft... get ekki beðið eftir að telja eyrnalokkana hennar Sliplip... gá hvort að hún hafi sold out :twisted:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Oh my! Reyndu að vera með stútfullt eyra af lokkum og lítið barn með fima fingur!
Annars tróð ég í götin ekki fyrir löngu og það svínvirkar allt. :wink:
Petrún
Posts: 71
Joined: 14 Dec 2006, 10:58
Location: Mosó
Contact:

Post by Petrún »

Petrún heiti ég, Sigurðardóttir. Ég er tæplega 18 ára furðufugl sem er að læra Grafíska hönnun (Listnám).
Hér er mynd af furðufuglinum:
Image

Svo eru það fiskarnir.. Ég hef áhuga á allskyns fiskum sem ég gæti ekki dembt mér í á stundinni, en ég er með núna eitt 75 lítra búr með fullt af plöntum í og nokkra fiska.

Fiskar:
1x Skali
5x Glótetrur
1x Ancistra

Plöntur:
Limnobium laevigatum
Egeria densa
Cabomba caroliana
Ceratophyllum demersum
Java mosi
Aponogeton longiplumulosus
Echinodorus cordifolius “Ovalis”
Echinodorus tenellus
Bacopa monnieri
Og ein önnur sem ég veit ekki nafnið á.

Hér er svo mynd af búrinu
Image
Last edited by Petrún on 09 Jan 2007, 17:46, edited 1 time in total.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Búrið þitt lítur fáránlega vel út. Skiltið er ekki my thing samt. En damn hvað það lítur vel út! Þar sem þú ert plöntukona, má bjóða þér að kíkja á nýjasta innleggið á þræðinum um mitt búr í Síkliðukorknum?
Petrún
Posts: 71
Joined: 14 Dec 2006, 10:58
Location: Mosó
Contact:

Post by Petrún »

Hehe, þakka hrósið. Skiltið er bara smá flipp innan um náttúruna hjá mér. :D
En, já, ég skal líta á þráðinn þinn.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þetta finnst mér alveg bráðsnjallt að kynna okkur hérna, við sem erum að spjalla saman um okkar sameiginlega áhugamál.

Ég heiti Ólafur Magnúson og er 44 ára og búin að vera með þessa fiskibakteriu frá þvi að ég man eftir mér og ég man lika þann tima sem nánast bara var hægt að kaupa sverðdraga og gubby en i dag eru möguleikarnir nær óendanlegir,þetta er nánast orðið þannig að þú nefnir það sem þér langar i og það er pantað og ég tala nú ekki um saltið sem þótti fjarlægur draumur ekki fyrir svo mörgum árum siðan.

Hér er svo mynd af mér sem var tekin sl. sumar
Image

Búrið mitt þekkja örugglega flestir hér á spjallinu annars heitir þráðurinn
minn hér: Ameriskar sikliðubúrið mitt
http://fjallabyggd.com/spjall/viewtopic ... highlight=

og þar er hægt að lesa og sjá hvað ég er með hverju sinni
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

minn maður í ameríkuruglinu
User avatar
mambo
Posts: 123
Joined: 28 Oct 2006, 05:29
Location: Ísafjörður

Post by mambo »

Jæja, á maður ekki að gera betri grein fyrir því hver maður er :D

Andri Már heiti ég og er Ástvaldsson. 30 ára síðan 11 Des 2006.
Image
Ég byrjaði fyrst í fiskum 9 ára gamall, með 50l búr. Þá var ég með guppy.
Var með þá til 14 ára aldurs. Tók mér síðan langa pásu. Svo kviknaði áhugi minn aftur þegar ég var atvinnulaus einn veturinn. Eignaðist rúmlega 400l búr árið 2004. Fékk með því tvo gullfiska, einn plegga og einn Koi.
Var fljótur að losa mig við gullana og Koi-inn. Og fékk mér einn skala.
Síðan hefur fiskum mínum fjölgað, en mjög rólega.
Image
Á þessari mynd sést "einhver" gróður. (var tekin í ágúst á síðasta ári) en núna eru ekki nema 13 blöð eftir. H$%v! sniglar hafa gert út um hana tel ég.
Image
Þetta er fyrsti skalinn minn. Frekar smár þarna..
Image
Image
Image
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Ég heiti Rut, er 22 ára, er að læra hjúkrunarfræði og er nýfarin að sulla í fiskabúrum. Milli þess sem ég sulla í fiskabúrinu mínu þá sullaði ég kaffi yfir tölvuna mína sem gafst upp við það og því eru allar myndirnar mínar týndar í bili. Og ég sem var búin að rembast við að mynda þetta búr mitt hægri vinstri, tók frekar margar tilraunir þar sem ég er slakur ljósmyndari. En jæja, ég læt þá nægja að lýsa (omg, er í eða ý, hvað er að gerast) búrinu mínu sem ég startaði í nóvember 2006:

Rétt rúmlega 100L, með sandi, rót, plöntum og smá af gráum steinum sem ég sauð lengi lengi úr fjörunni.

3 skalar, ungir og vaxa frekar hratt flestir. Þeir eru hvítir með svörtum óreglulegum flekkjum, minnir að það kallist dalmatíuskallar? Voða sprækir, hefur breyst eitthvað hegðunin innbyrðis eftir að ég bætti fiskum í búrið, gaman að sjá hvernig þetta fer, langar að eiga fallegt par.

2 Dverggúramar, karl og kerling. Blá og rauð... Nýjustu fiskarnir í búrinu, dafna vel, spurning hvort ég bæti annarri kerlu við, karlinn er svolítið í því að elta hana um allt búr, en kannski er það bara gott??

7 kardinála tetrur, þær eru svo sætar, synda þvert yfir búrið í hóp fram og tilbaka voða glaðar með sig (vona ég), hef meira að segja plantað þannig að þær haldi sínu sundplássi.

1 Pleggi, giska á svona 10 cm langur en kannski er ég í ruglinu.

3 ancistrur, alltaf á fullu.

Ok, ég byrjaði með ancistrurnar, skallana og tetrurnar en fékk svo hringingu frá vini mínum sem sagðist sitja uppi með 3 fiska í poka sem einhver hafði skilið eftir hjá honum. Þeir voru víst mjög tæpir og þurftu að komast sem fyrst í búr og ég ákvað að taka sjensinn og setja þá í búrið mitt. Þá vissi ég ekki hvaða fiskar þetta voru en grunaði að 2 væru skallar (og ég hugsaði með mér; "úú ég get tekið þá og svo fengið mér bara stærra búr í sumar og allir verða sáttir í því", jájá fljót að fara fram úr mér) en hann sagði að þeir væru ekkert svo stórir, "svona 4 cm" hahahhaha þegar ég fékk pokann þá kom í ljós að þetta voru 2 svartir riiisastórir skallar og einn pleggi. Ég tók samt sjensinn og skellti þeim útí búrið og það var eins og ég hefði sett hákarla í búrið mitt. Þeir voru stanslaust að elta hina fiskana, sérstaklega tetrurnar og náðu þeir einni og ég þurfti að beila á þeim því búrið var aaalls ekki nóg stórt fyrir svona hlunka. En hrikalega var annar þeirra fallegur!!

En jæja, núna gengur semsagt allt fínt, nema þörungur er smá að bögga mig. Mér finnst græni bara sætur svona aðeins en nú er einhver hel%*'# brúnn gaur farinn að hanga á sumum plöntunum. Er að minnka ljós og mat og ætla að sjá hvað gerist. Annars hef ég engar stórar áhyggjur af þessu strax þar sem allt vex og dafnar og allir eru kátir sem búa í búrinu. En ég er hrædd um að fátækur námsmaðurinn hefði betur sleppt því að byrja á þessu hobbíi því mér er strax farið að langa í annað búr :oops: Verð að láta nægja í bili að heimsækja Birki og góna á búrið hans...

Ég ætla að sleppa því í bili að setja mynd af mér hér, þar sem það eru engar "venjulegar" myndir til af mér og ég enda oft á því að vera trúðurinn þar sem ég pósta mynd af mér og ég er svo geðveikt mikið að reyna að vera grown up fiskabúraeigandi hérna þannig að ég geymi það hlutverk Hahahaha

Vá afsakið hvað þetta varð langt, koma myndir seinna.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Sæl Rut og velkomin á spjallið.Blessuð vertu ekki að hafa áhyggjur af myndatökunum,við hérna tökum miljón myndir af sama hlutnum :D en aðeins örfáar koma fyrir sjónir hérna ,hinum er eytt.Það getur verið flókið að taka myndir af fiskabúrum.Maður tekur bara þangað til að sú rétta kemur 8)

Kv
Ólafur
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
zheelah
Posts: 6
Joined: 06 Nov 2006, 09:14

Post by zheelah »

Jæja á maður að þora að kynna sig :P

Anyhow, ég heiti Silja, 24 ára læknanemi, og ég er fiskaáhugamaður...

Í augnablikinu er ég með 2 búr, annars vegar 85 litra aquastabil búr sem ég er búin að eiga núna í nokkur ár
gömul mynd
Image
svona er það í dag
Image

þar þrífst samansafn af tegundum, kardinálar, skali, sverðdragi, ancystrur, gubby, svarttetrur og ég held að þá sé allt upp talið. Planið er að bæta við SAE til að sjá hvort þær nái tökum á þráðþörungavandamálinu sem hrjáir búrið, já og að endurnýja allar perurnar.

Svo er ég með 54 lítra búr, upphaflega ætlað sem seyðabúr, en er núna í notkun sem gotbúr fyrir gubby og heimili fyrir eina ancystru og einn Ramirezi
Image

Ég er svona að reyna að halda í gubby litinn sem ég er með í þessu búri, en þarna eru 3 half red-black veiltail tuxido ásamt nokkrum kellum. Já og svo uppáhaldið mitt

Ramirezi
Image

Ég biðst innilegrar afsökunar á slökum myndgæðum, en þessar myndir eru nú bara teknar á símann minn. Mér finnst bara alltaf meira gaman að sjá myndir með svona þráðum þ.a. þær fengu bara að fylgja, annars þarf ég að redda mér almennilegri myndavél...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Flott búr hjá þér. Mér finnst alltaf mjög gaman að sjá falleg búr í minni kantinum, það er nefnilega alveg töluverð kúnst að setja upp lítil búr þannig þau líti svona vel út.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, flott.
Varðandi efstu myndina, er þetta allt lifandi gróður?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vargur wrote:Flott búr hjá þér. Mér finnst alltaf mjög gaman að sjá falleg búr í minni kantinum, það er nefnilega alveg töluverð kúnst að setja upp lítil búr þannig þau líti svona vel út.
Algjörlega. Ég hef séð myndir af litlum búrum sem eru svo vel saman sett að þau virka stór á mann.

Hvað er þetta SAE sem þú talar um Silja?
zheelah
Posts: 6
Joined: 06 Nov 2006, 09:14

Post by zheelah »

Já þetta er allt lifandi gróður, í báðum búrum.

En já SAE er s.s. Siamese algea eater, sem mér er sagt (*hint hint* Vargur) að geti losað mig við þráðþörunginn því ancystrurnar virðast ekki hafa nokkurn áhuga á honum.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

er þetta e-ð dýr eða lyf?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þetta er þörungaæta, dýr

Image
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Kynning, ég heiti Guðjón og ég er 30 ára, er búinn að vera með þessa dellu í um 10 ár, allavega af einhverju viti, byrjaði smátt, með 50L fór svo fljótt í 250L tók svo stökkið í saltið fyrir 5 árum og setti upp 900L rifbúr með öllu tilheyrandi, stækkaði svo við mig í rúmlega 1000L búr með sumpum og þessháttar alls um 1300L, var svo að slútta því og er núna að setja upp í því ósköp venjulegt amazone búr, skalar, mollar gróður og allt það.

Mynd af mér, ég er þessi í smókingnum. ;)

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mynd af mér, ég er þessi í smókingnum.
Haha! :lol:

Velkominn.

Það væri gaman ef þú gætir við tækifæri sett upp þráð með búrinu þínu og sett inn a.m.k. eina mynd, ég hugsa að þú eigir metið í stærð.... enn sem komið er.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Geri það, er að safna mydum af uppsetningunni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

er núna að setja upp í því ósköp venjulegt amazone búr, skalar, mollar gróður og allt það.
1300 l ?
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Já sko búrið sjálf er 1000L en kerfið með öllu er um 1300L.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Sæll nafni og velkominn

Endilega skelltu upp þræði bráðlega
User avatar
Hrannar E.
Posts: 98
Joined: 18 Jan 2007, 06:27
Location: Grindavík

Post by Hrannar E. »

Ég heiti Hrannar og er 13ára ég er með eitt 54l búr og í því er

1 guppy kk

2 guppykvk

1 sverðdragi kk

1 platty

2 neon

2 glowligt tetrur

2 fimmrákabarbar

1 ryksuga svo eru 8 guppyseiði fimm daga gömul í seiðabúri hjá mér kem með myndir seinna því ég kann ekki að setja inn myndir núna getur einhver sagt mér hverning ég geri það.
Post Reply